Hans Guttormur Þormar, frumkvöll og vísindamaður, ræðir um djúptækni sem er hugtak um rannsóknir og þróun nýrrar tækni með samspili margra vísindagreina.
Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögum, fjallar um sjálfstæði Íslendinga gagnvart EES-samningnum og þær deilur sem uppi eru vegna frumvarps utanríkisráðherra sem felur í sér breytingu á einni grein EES - laganna.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, og Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka Iðnaðarins, fjalla um húsnæðsmál, leigumarkað, ásælni fjárfesta í íbúðarhúsnæði og fleira skylt.
Erna Kaaber, sérfræðingur í stefnumótun á sviði menningarmála, ætlar að gera grein fyrir þátttöku Háskólans á Bifröst í alþjóðlegu rannsóknarverkefni þar sem á að kortleggja hvernig skapandi greinar geti leitt atvinnuuppbyggingu í dreifðum byggðum.