Meghan segir fréttaflutning af bréfaskrifum til Karls ósannan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 09:39 Meghan segir fréttaflutning breskra miðla af bréfaskrifum sínum til Karls konungs árið 2021 ekki réttan. Max Mumby/Indigo/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, gagnrýnir breska fjölmiðla vegna fréttaflutnings af því að bréfaskrif á milli hennar og Karls konungs hins þriðja hafi haft áhrif á ákvörðun hennar um að mæta ekki til krýningar hans. Hún segir það fjarri sannleikanum. Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“ Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Breska blaðið The Daily Telegraph greindi frá því að Meghan hefði skrifað Karli bréf og lýst yfir áhyggjum af ómeðvitaðri hlutdrægni (e. unconcious bias) í fjölskyldunni árið 2021. Var það í kjölfar frægs viðtals Opruh Winfrey við Meghan og eiginmanninn Harry Bretaprins þar sem þau lýstu því yfir að fjölskyldumeðlimur hefði velt fyrir sér litarhafti ófædds sonar þeirra Archie. Í frétt breska blaðsins segir að ófullnægjandi svör Karls til Meghan vegna þessa hafi meðal annars spilað sinn þátt í þeirri ákvörðun Meghan um að vera ekki viðstödd krýningu Karls sem fer fram eftir rúmar tvær vikur, þann 6. maí. Áður hefur komið fram að einungis Harry Bretaprins muni ferðast til London frá Los Angeles þar sem þau hjónin búa til þess að vera viðstaddur krýningu föður síns. Hann hefur ekki sést opinberlega með fjölskyldunni síðan sjálfsævisaga hans og metsölubók Spare kom út í upphafi þessa árs. Meghan hugsi um líf sitt í nútíð Fréttaveitan Reuters hefur hins vegar eftir talsmanni hertogaynjunnar að fréttaflutningur The Daily Telegraph og fleiri breska miðla sé ekki réttur. „Hertogaynjan af Sussex lifir lífi sínu í nútíð, hún er ekki að hugsa um bréfaskriftir frá því fyrir tveimur árum síðan um samræður sem áttu sér stað fyrir fjórum árum,“ hefur fréttaveitan eftir talsmanninum. „Aðrar fullyrðingar eru ósannar og í raun algjörlega fáránlegar. Við hvetjum götublöð og hinar ýmsu konunglegu fréttaveitur til þess að hætta þessum þreytandi sirkus, sem einungis þær eru að búa til.“
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41
Prinsinn tók við pöntun frá steinhissa viðskiptavini Vilhjálmur Bretaprins kom viðskiptavini á indverskum veitingastað í Birmingham á óvart í gær þegar hann tók við pöntun hans símleiðis fyrir hönd starfsfólks veitingastaðarins. 22. apríl 2023 08:01