Svo fór að sænsku meistararnir í Hacken voru ívið sterkari í leik dagsins og á endanum sigldu þeir heim öruggum 4-1 sigri.
Bæði Aron og Valgeir voru í byrjunarliði sinna liða og spiluðu þeir báðir allan leikinn.
Með sigrinum er Hacken í 2.sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir fjóra leiki með níu stig, sama stigafjölda og Kalmar sem situr í efsta sæti deildarinnar.
Kalmar átti leik fyrr í dag en íslenski landsliðsmaðurinn Davíð Kristján Ólafsson var á sínum staði í vinstri-bakvarðar stöðu liðsins.
Andstæðingur Kalmars í dag var Halmstad og svo fór að Davíð Kristján og félagar unnu góðan 2-0 sigur en bæði mörk liðsins skoraði Mileta Rajovic.
Þá vann Djugarden 1-0 sigur á Gautaborg.