Dramatísk kveðjustund þegar James Corden söng í sínu síðasta bílakarókí Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. apríl 2023 16:03 Tárin streymdu þegar James Corden söng sitt síðasta lag í bílakarókí. Skjáskot Sjónvarpsmaðurinn James Corden hefur sungið sitt síðasta lag í bílakarókí. Þetta er síðasta vika hans sem þáttastjórnandi The Late Late Show. Corden hefur stýrt þættinum frá árinu 2015 en ætlar nú að snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. Í þætti gærdagsins mátti sjá söngkonuna Adele koma Corden á óvart á heimili hans í Los Angeles en Adele og Corden eru góðir vinir. Corden svaf værum svefni á heimili sínu þegar Adele læddist inn og vakti hann með miklum látum. „Komdu nú, þetta er síðasta vikan þín. Ég ætla að skutla þér í vinnuna og við tökum síðasta bílakarókíið,“ sagði Adele við vin sinn. Bílakarókí eða Carpool Karaoke er einn vinsælasti liðurinn í þætti Corden. Liðurinn felst í því að hann fær til sín heimsfrægar tónlistarstjörnur, fer með þær á rúntinn og fær þær til þess að syngja hástöfum með sér. Í gegnum tíðina hefur Corden fengið til sín stjörnur á borð við Justin Bieber, Jennifer Lopez, Ed Sheeran, Adele, Bruno Mars og Selenu Gomez. Mariah Carey neitaði að syngja „Það sem ég hafði mestar áhyggjur af var hvernig ég myndi fá gesti í þáttinn. Okkur tókst ekki að bóka neinn og bílakarókíið, það vildi enginn taka þátt í því. Allir á jörðinni sögðu nei. Svo allt í einu sagði Mariah Carey já og við vorum titrandi,“ rifjaði Corden upp í þættinum. Málið vandaðist hins vegar þegar Mariah Carey sagðist aðeins vera til í að spjalla en neitaði að syngja. Corden náði þó að sannfæra söngkonuna með því að kveikja á tónlistinni og úr varð þessi vinsæli liður. „En Stevie Wonder breytti þessu gjörsamlega. Eftir að hann kom þá voru aðrir tónlistarmenn til í að koma,“ sagði hann. Lag Adele samið út frá persónulegri reynslu Corden Í innslaginu taka Adele og Corden að sjálfsögðu nokkur vel valin lög, þar á meðal lagið I Drink Wine. „Þetta lag er afar sérstakt fyrir okkur bæði, ég veit ekki hversu mikið þú vilt tala um það,“ sagði Adele sem samdi lagið út frá einlægu samtali sem hún átti við Corden þegar þau voru stödd í flugvél á leiðinni heim úr fjölskyldufríi. „Ég spurði þig hvað væri að, því þú varst eitthvað niðurlútur og þú opnaðir þig alveg við mig. Við áttum svona sex klukkutíma samtal um þetta,“ en vinirnir ræddu meðal annars um vinnuna og þau áhrif sem internetið getur haft á fólk í skemmtanabransanum. „Ég hugsa til þín í hvert skipti sem ég syng þetta lag,“ sagði söngkonan. View this post on Instagram A post shared by The Late Late Show (@latelateshow) „Man ekki hvernig lífið var áður“ „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast. Eina stundina held ég að ég hafi það fínt en svo hugsa ég með mér að þetta er síðasta bílakarókí sem mun nokkurn tímann gera,“ sagði Corden. „Ég er bæði spenntur og hræddur. Síðustu átta ár hafa verið klikkuð. Annars vegar líður mér eins og þetta hafi liðið svo hratt en hins vegar man ég ekki hvernig lífið var áður.“ Fyrir ári síðan tilkynnti Corden að hann ætlaði að kveðja þáttinn. Hann sagði það hafa verið erfiða ákvörðun en hann hefði aftur á móti aldrei séð fyrir sér að þátturinn yrði hans lokaáfangastaður. Á síðustu átta árum hefur Corden verið tilnefndur til Golden Globes verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Prom. Hann hefur verið tilnefndur 26 sinnum til Emmy verðlauna og unnið styttuna ellefu sinnum. Tilnefningarnar hefur hann fengið fyrir The Late Late Show en einnig fyrir Carpool karaoke, þáttastjórn og framleiðslu á Friends endurfundunum og svo fyrir verðlaunahátíðir sem hann hefur verið kynnir og framleiðandi á. Kominn tími til þess að snúa aftur til Bretlands Nú finnst honum þó kominn tími til þess að yfirgefa skemmtanabransann í Los Angeles og snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. „Ég á eftir að sakna þess alls. Ég hef eignast svo marga vini, þannig ég mun fyrst og fremst bara sakna þess að mæta í vinnuna og hitta alla vini mína. Ég á líka eftir að sakna Los Angeles. Ég elska að vera hér og þetta er búið að vera þvílíkt ævintýri. En ég finn það bara svo sterkt að það er kominn tími til þess að við fjölskyldan förum heim, til fólks sem er að eldast og fólks sem við söknum.“ „Ég á eftir að sakna þín svo mikið,“ sagði Adele með tárin í augunum og taka eflaust margir áhorfendur þáttarins undir þau orð. Hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30 Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49 James Corden skreytir skrifstofu Joe Bidens í Hvíta húsinu Þáttastjórnandinn James Corden gerði sér lítið fyrir og heimsótti Bandaríkjaforsetann Joe Biden í Hvíta húsið til þess að fríska upp á skrifstofuna hans. Í klippu sem var birt úr þættinum má sjá hann færa forsetanum ávaxtaskál og setja upp mynd af sér og Harry Styles. 28. júní 2022 10:31 James Corden kveður The Late Late Show Þáttastjórnandinn James Corden tilkynnti í þættinum sínum The Late Late Show að hann muni kveðja þáttinn á næsta ári. Grínistinn tók við árið 2015. 29. apríl 2022 09:54 James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Í þætti gærdagsins mátti sjá söngkonuna Adele koma Corden á óvart á heimili hans í Los Angeles en Adele og Corden eru góðir vinir. Corden svaf værum svefni á heimili sínu þegar Adele læddist inn og vakti hann með miklum látum. „Komdu nú, þetta er síðasta vikan þín. Ég ætla að skutla þér í vinnuna og við tökum síðasta bílakarókíið,“ sagði Adele við vin sinn. Bílakarókí eða Carpool Karaoke er einn vinsælasti liðurinn í þætti Corden. Liðurinn felst í því að hann fær til sín heimsfrægar tónlistarstjörnur, fer með þær á rúntinn og fær þær til þess að syngja hástöfum með sér. Í gegnum tíðina hefur Corden fengið til sín stjörnur á borð við Justin Bieber, Jennifer Lopez, Ed Sheeran, Adele, Bruno Mars og Selenu Gomez. Mariah Carey neitaði að syngja „Það sem ég hafði mestar áhyggjur af var hvernig ég myndi fá gesti í þáttinn. Okkur tókst ekki að bóka neinn og bílakarókíið, það vildi enginn taka þátt í því. Allir á jörðinni sögðu nei. Svo allt í einu sagði Mariah Carey já og við vorum titrandi,“ rifjaði Corden upp í þættinum. Málið vandaðist hins vegar þegar Mariah Carey sagðist aðeins vera til í að spjalla en neitaði að syngja. Corden náði þó að sannfæra söngkonuna með því að kveikja á tónlistinni og úr varð þessi vinsæli liður. „En Stevie Wonder breytti þessu gjörsamlega. Eftir að hann kom þá voru aðrir tónlistarmenn til í að koma,“ sagði hann. Lag Adele samið út frá persónulegri reynslu Corden Í innslaginu taka Adele og Corden að sjálfsögðu nokkur vel valin lög, þar á meðal lagið I Drink Wine. „Þetta lag er afar sérstakt fyrir okkur bæði, ég veit ekki hversu mikið þú vilt tala um það,“ sagði Adele sem samdi lagið út frá einlægu samtali sem hún átti við Corden þegar þau voru stödd í flugvél á leiðinni heim úr fjölskyldufríi. „Ég spurði þig hvað væri að, því þú varst eitthvað niðurlútur og þú opnaðir þig alveg við mig. Við áttum svona sex klukkutíma samtal um þetta,“ en vinirnir ræddu meðal annars um vinnuna og þau áhrif sem internetið getur haft á fólk í skemmtanabransanum. „Ég hugsa til þín í hvert skipti sem ég syng þetta lag,“ sagði söngkonan. View this post on Instagram A post shared by The Late Late Show (@latelateshow) „Man ekki hvernig lífið var áður“ „Ég trúi ekki að þetta sé að gerast. Eina stundina held ég að ég hafi það fínt en svo hugsa ég með mér að þetta er síðasta bílakarókí sem mun nokkurn tímann gera,“ sagði Corden. „Ég er bæði spenntur og hræddur. Síðustu átta ár hafa verið klikkuð. Annars vegar líður mér eins og þetta hafi liðið svo hratt en hins vegar man ég ekki hvernig lífið var áður.“ Fyrir ári síðan tilkynnti Corden að hann ætlaði að kveðja þáttinn. Hann sagði það hafa verið erfiða ákvörðun en hann hefði aftur á móti aldrei séð fyrir sér að þátturinn yrði hans lokaáfangastaður. Á síðustu átta árum hefur Corden verið tilnefndur til Golden Globes verðlauna fyrir hlutverk sitt í The Prom. Hann hefur verið tilnefndur 26 sinnum til Emmy verðlauna og unnið styttuna ellefu sinnum. Tilnefningarnar hefur hann fengið fyrir The Late Late Show en einnig fyrir Carpool karaoke, þáttastjórn og framleiðslu á Friends endurfundunum og svo fyrir verðlaunahátíðir sem hann hefur verið kynnir og framleiðandi á. Kominn tími til þess að snúa aftur til Bretlands Nú finnst honum þó kominn tími til þess að yfirgefa skemmtanabransann í Los Angeles og snúa aftur til heimalands síns, Bretlands. „Ég á eftir að sakna þess alls. Ég hef eignast svo marga vini, þannig ég mun fyrst og fremst bara sakna þess að mæta í vinnuna og hitta alla vini mína. Ég á líka eftir að sakna Los Angeles. Ég elska að vera hér og þetta er búið að vera þvílíkt ævintýri. En ég finn það bara svo sterkt að það er kominn tími til þess að við fjölskyldan förum heim, til fólks sem er að eldast og fólks sem við söknum.“ „Ég á eftir að sakna þín svo mikið,“ sagði Adele með tárin í augunum og taka eflaust margir áhorfendur þáttarins undir þau orð. Hér fyrir neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30 Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49 James Corden skreytir skrifstofu Joe Bidens í Hvíta húsinu Þáttastjórnandinn James Corden gerði sér lítið fyrir og heimsótti Bandaríkjaforsetann Joe Biden í Hvíta húsið til þess að fríska upp á skrifstofuna hans. Í klippu sem var birt úr þættinum má sjá hann færa forsetanum ávaxtaskál og setja upp mynd af sér og Harry Styles. 28. júní 2022 10:31 James Corden kveður The Late Late Show Þáttastjórnandinn James Corden tilkynnti í þættinum sínum The Late Late Show að hann muni kveðja þáttinn á næsta ári. Grínistinn tók við árið 2015. 29. apríl 2022 09:54 James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
James Corden baðst afsökunar í beinni: „Þegar þú gerir mistök verður þú að axla ábyrgð“ „Í síðustu viku heyrðust sögur af því að ég væri bannaður á veitingastað,“ sagði þáttastjórnandinn James Corden í beinni útsendingu í sjónvarpsþætti sínum í gærkvöldi. Eigandi Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar, hafði þá sett Corden í straff frá staðnum. Corden væri að hans mati versti kúnninn í sögu staðarins. 25. október 2022 12:30
Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. 17. október 2022 23:49
James Corden skreytir skrifstofu Joe Bidens í Hvíta húsinu Þáttastjórnandinn James Corden gerði sér lítið fyrir og heimsótti Bandaríkjaforsetann Joe Biden í Hvíta húsið til þess að fríska upp á skrifstofuna hans. Í klippu sem var birt úr þættinum má sjá hann færa forsetanum ávaxtaskál og setja upp mynd af sér og Harry Styles. 28. júní 2022 10:31
James Corden kveður The Late Late Show Þáttastjórnandinn James Corden tilkynnti í þættinum sínum The Late Late Show að hann muni kveðja þáttinn á næsta ári. Grínistinn tók við árið 2015. 29. apríl 2022 09:54
James Corden heimsækir Friends á tökustað Fáar endurkomur í sjónvarpi hafa vakið eins mikla athygli og eftirvæntingu eins og endurkoma hinna sívinsælu sjónvarpsþátta Friends. 20. júní 2021 13:09