Um er að ræða rúmlega 190 fermetra hús á einni hæð með fjórum svefnherbergjum, eldhúsi og stofu í samliggjandi rými, tveimur baðherbergi og þvottahúsi. Auk þess hefur bílskúrinn verið innréttaður sem íbúð.
Garðurinn er stór og skjólsæll með sólpalli til suðurs og heitum potti.
„Þetta hús hefur svo einstaka orku og fegurð og umvefur mann,“ skrifar Þórunn Antonía um eignina á samfélagsmiðlum. Hún hefur leigt út húsið síðastliðin ár sökum vinnu í höfuðborginni.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.




