Á báðum þessum stöðum hefur verið opið alla virka daga vikunnar, milli klukkan 12 og 15, en í sumar verða afgreiðslurnar opnar tvo daga í viku, milli 1. maí til 1. september.
Á vef bankans segir að á Kópaskeri verði útibúið opið milli klukkan 12 og 15 á miðvikudögum og föstudögum, en á Raufarhöfn milli klukkan 12 og 15 á þriðjudögum og fimmtudögum.
Tekið er fram að afgreiðslutími Landsbankans á Þórshöfn sé óbreyttur, það er frá klukkan 12 til 15 alla virka daga.
„Alls starfa fimm manns í þremur stöðugildum í afgreiðslum bankans á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Þegar starfsfólkið er ekki að sinna afgreiðslu eða aðstoða viðskiptavini við að nýta sér stafræna bankaþjónustu taka þau þátt í að veita þjónustu við viðskiptavini annars staðar á landinu, s.s. að með því að svara símtölum og tölvupóstum sem berast til Þjónustuvers Landsbankans, veita ráðgjöf á fjarfundum og fleira. Hluti af störfum þeirra, líkt og annars starfsfólks í útibúaneti Landsbankans, eru því óháð staðsetningu,“ segir á vef Landsbankans.