Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 11:10 Aðgerðasinnar mótmæla aðför gegn rétti kvenna til þungunarrofs í Texas í fyrra. Getty/Brandon Bell Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Brittni Silva, þá eiginkona Marcus Silva, gekkst undir þungunarrof 14. júlí í fyrra, eftir að hafa leitað ráða hjá vinkonum sínum. Hún hafði skömmu áður sótt um skilnað og sagði Marcus hafa beitt sig andlegu ofbeldi, auk þess sem hann brenndi myndir úr brúðkaupi þeirra og hótaði að meiða eða drepa hund fjölskyldunnar. Marcus tilkynnti þungunarrof eiginkonu sinnar til lögreglu 18. júlí. Í lögregluskýrslu segir að hann hafi fundið þungunarrofslyf í veski eiginkonu sinnar 12. júlí en látið þau vera. Daginn eftir fór hann í gegnum skilaboð á síma Brittni en gekk ekki á hana fyrr en eftir að þungunarrofið hafði átt sér stað. „Núna segir hann að ef ég gef honum ekki „hug minn, líkama og sál“ þar til skilnaðurinn er genginn í gegn, sme hann ætlar að draga á langinn, muni hann tryggja að ég fari í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Brittni í skilaboðum til vinkvenna sinna 23. júlí. Lögregla ákvað að hafast ekkert að í málinu en Marcus brá þá á það ráð að höfða einkamál á hendur þremur vinkonum Brittni sem höfðu ráðlagt henni. Og nú hafa tvær þeirra höfðað mál á hendur honum fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra með því að lesa einkaskilaboð Brittni. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað að utanaðkomandi aðilar eru nú í síauknum mæli gerðir ábyrgir fyrir ákvörðun kvenna að gangast undir þungunarrof, á sama tíma og lög um þungunarrof hafa verið hert mjög í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar um að snúa Roe gegn Wade. Lögmaður Marcus Silva er þekktur fyrir baráttu sína gegn rétti kvenna til þungunarrofs og ber, samkvæmt New York Times, ábyrgð á samningu frumvarps sem varð að lögum í Texas sem kveður á um að almennir borgara geti höfðað einkamál á hendur þeim sem framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnst. Geta þeir krafist bóta að upphæð 10 þúsund dölum, án þess að eiga neinna hagsmuna að gæta. Í greinargerð lögmannsins, Jonathan Mitchell, segir meðal annars að réttur fóstursins til lífs eigi ekki að vega minna en réttur konunnar. Ef Marcus Silva vinnur málið væri það viðurkenning á því að fóstur nytu allra þeirra réttinda sem einstaklingum eru tryggð samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Vinkonurnar eru þannig sakaðar um að hafa átt aðkomu að dauða fóstursins. Lögmaður þeirra segir þær hins vegar aðeins hafa verið að rétta vinkonu hjálparhönd. Þá er það ekki ólöglegt í Texas að framkvæma sjálfur þungunarrof með notkun lyfja, auk þess sem þungunarrofið átti sér stað áður en ný lög tóku gildi. Joanna Grossman, lagaprófessor við Southern Methodist University, segir Brittni Silva hafa verið í fullum rétti þegar hún ákvað að binda enda á eigin meðgöngu.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira