Hin 19 ára gamla Hildur Lilja hefur leikið allan sinn feril í heimabæ sínum, Akureyri. Hún hefur hins vegar ákveðið að flytja á höfuðborgarsvæðið og mun því ekki leika með KA/Þór á næstu leiktíð.
Hin örvhenta Hildur Lilja getur leikið bæði í stöðu hægri skyttu sem og hægra horni. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Aftureldingu.
Afturelding mun spila í Olís deild kvenna á næstu leiktíð eftir að vinna Grill 66-deildina í ár.