Hafréttur: Erum við komin fram úr okkur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 9. maí 2023 10:00 Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mannkynið hefur nýtt landjörðina (1/3 hnattarins) í árþúsundir og stundað veiðar og ræktun í sjó. Sjávarbotninn (2/3 hnattarins) hefur sloppið að stórum hluta við ágang nema hvað botnlæg veiðarfæri hafa verið notuð, möl og sandur numinn og borholur gata botninn allvíða. Því miður hafa höfin einnig verið ruslakista. Meðal annars hafa ófá stríð og óprúttnir framleiðendur hættulegs úrgangs aukið á mengun í hafi. Löngu er kominn tími til að hyggja betur að verndun hafsins. Þess vegna var heimsmarkmiðum SÞ um verndun hafsvæða fagnað og enn fremur nýju samkomulagi SÞ (Hafsáttmálinn) um alþjóðlega verndun lífríkis á 30% hafsvæða. Í framhaldi af þessum vitrænu skrefum þarf enn og aftur að endurskoða skipulag hafs og stranda í ljósi mannlífsþróunar og auðlindanýtingar á jörðinni. Stefnir í óefni? Nú beinast augu fjármálagæðinga að sjávarbotninum í auknum mæli. Olíu- og gasvinnsla minnkar á næstu áratugum vegna loftslagskrísunnar. Aukin eftirspurn eftir jarðefnum, í núverandi hagkerfum, felur í sér hagnaðarvon fyrirtækja og ríkja sem vilja stöðugan, helst síaukinn, hagvöxt. Norðmenn eru meðal þeirra sem stefna hratt á umfangsmikla námuvinnslu á hafsbotni. Fleiri ríki og fyrirtæki eru á sömu leið. Málmar og önnur jarðefni freista. Andstætt víðtæku hringrásarhagkerfi og endurnýtingu jarðefna af landi stefnir í mikla og orkufreka frumvinnslu á hafsbotni. Þar og í vatnsbolnum fyrir ofan er að finna helstu matarkistu veraldar og annað lunga jarðar. Hitt lungað mynda ljóstillífandi súrefnisgjafar heims: Alls konar landjurtir. Fjölþætt rök Um þessar mundir er unnið að því að leysa úr botnkröfum margra ríkja samkvæmt Hafréttarsáttmála SÞ (UNCLOS). Það hefur verið á dagskrá árum saman og gengið hægt. Hvert strandríki hefur umráða- og nýtingarrétt á hafsbotni innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar. Engu að síður teygja þau sig öll lengra í helstu heimsöfunum. Fimm norðurslóðaríki gera hvert um sig kröfur um botnréttindi út fyrir 200 mílur, allt til norðurpólsins. Ísland krefst botnréttinda langt suðvestur eftir N-Atlantshafshryggnum. Norðmenn vilja t.d. geta nýtt sem fyrst stór svæði langt vestur af N-Noregi og Svalbarða. Í öllum tilvikum eru rökin jarðfræðileg og í samræmi við Hafréttarsáttmálann. En önnur rök, einkum á sviði vistfræði, pólitíkur, mannréttinda (mörg samfélög eru landlukt), umhverfis- og loftslagsmála og sjálfbærni, hvetja til þess að að staldra við. Sjálfbærni merkir þolmörk og þolmörk teikna hringrásarhagkerfi sem meginramma og hvetja til stóraukins aðhalds í auðlindanýtingu. Skref til baka? Ég tel óásættanlegt að hvert strandríkið á eftir öðru seilist út fyrir 200 mílna efnahagslögsögu sína og taki að athafna sig á sjávarbotni með tilheyrandi og fremur óljósum afleiðingum, m.a. fyrir lífríkið í vatnsbolnum. Vistkerfin þar og vistkerfi á botni eru nátengd, einnig innan 200 mílna lögsögunnar. Að mínu mati þarf að endurskoða Hafréttarsáttmálann og sjá til þess að hafsbotn utan 200 mílnanna teljist alþjóðlegur. Hann verði friðaður og allar nytjar þar og í vatnsbolnum yfir honum lúti samningum, með takmarkaðar og sjálfbærar auðlindanytjar að meginreglu. Líka verður að ákvarða margt nýtt um verndun og nýtingu sjávarbotnsins innan 200 mílnanna, bæði er varðar veiðar og námugröft. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar