Segir Eurovison-hátíðina jól hommanna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. maí 2023 12:33 Helgi og Pétur ætla að horfa á Eurovison keppnina meðal annars með mæðrum sínum. Helgi Ómars „Eurovision er auðvitað eins og jól hommanna. Skáparnir eru þrifnir, gólfið bónað, maturinn planaður niður í öreindir og orðið „shuss!!“ er hangandi fremst á tungunni. Þetta er náttúrulega semí geðveiki ef ég tala fyrir sjálfan mig. Ég get alveg viðurkennt það. Það er smá eins og ferskur kúlt þar sem lög og reglur eru heilagar,“ segir ljósmyndarinn Helgi Ómarsson. Diljá stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision í kvöld og óhætt að segja að stemmningin sé að magnast hjá landanum. Helgi segist hafa róast töluvert með árunum þar sem partí og áfengisskot einkenndu kvöldið. „Vanalega var þetta eins og flestir kannast við, bland-sopar fyrir hvert stig sem þitt úthlutaða land þitt fékk og vatnssopi á milli svo þú hangir ekki fyrir framan klósettsetuna áður en að kynnarnir segja „EUROPE START VOTING NOW“. Æ þið vitið,“ útskýrir Helgi með kómísku yfirbragði. „Eurovision keppnin í fyrra markaði tímamót hjá mér, þar sem ég horfði á keppnina í mesta kósí með sjálfum mér og besta vini mínum Palla í algjöru hljóði með sushi og snakk þar sem ég tók ekki augun af skjánum,“ segir Helgi og viðurkennir að það hafi átt vel við hann. „Keppnin í ár verður einnig í þeim anda.“ Mömmuþema hjá Helga og Pitta Helgi horfir á keppnina með Pétri Björgvini Sveinssyni, unnusta sínum, en mömmur þeirra eru líka á kantinum. „Mömmur eru þema ársins en ég og maðurinn minn ákváðum að vera með mömmu minni á undankeppnunum. Svo fer hún aftur austur á Seyðisfjörð og þá ætlum við að vera með mömmu hans og fjölskyldu meðlimum hans,“ segir Helgi. „Ég bauð bestu vinum mínum heim þar sem við ætlum að horfa með stigablöðin okkar í hönd og bera saman bækur, spjalla og njóta samverunnar. Ég verð líklegast meira boring með árunum,“ segir Helgi og hlær. Hann tekur það fram að hann sé tvíburi í stjörnumerki og eigi það til að taka algjöra u-beygju. „Á næsta ári eru góðar líkur á að ég verði mættur með neglur og hárkollu að garga Tattoo í góðra vina hópi.“ Bingó og stigakeppni rífur upp stemmninguna Á vef Hinsegin daga má finna stigaspjöld og bingó sem má prenta út fyrir kvöldin. „Ég mæli með fyrir fjölskyldudúllur að setjast niður og kveikja á keppnisskapinu, borða ógeðslega góðan mat og prenta út skjölin. Hafa gaman, öskra og syngja, “segir Helgi og bætir við: „Gleðilegt Eurovison gott fólk og skemmtið ykkur vel. Áfram Diljá!!“ Eurovision Tengdar fréttir Diljá kvíðir ekki kvöldinu Nú styttist óðum í að Diljá Pétursdóttir stígi á stóra sviðið í Liverpool fyrir hönd okkar Íslendinga þar sem Eurovision keppnin er haldin í ár. Sjálf segist hún ekkert kvíðin fyrir kvöldinu enda sé stress neikvæð tilfinning. 11. maí 2023 07:00 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04 Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Svíþjóð, Finnland og Noregur komust öll áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovison sem haldið var í Liverpool í kvöld. Sjö lönd til viðbótar hlutu brautargengi og munu eiga fulltrúa á Eurovision-sviðinu á laugardag. 9. maí 2023 21:22 Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Diljá stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision í kvöld og óhætt að segja að stemmningin sé að magnast hjá landanum. Helgi segist hafa róast töluvert með árunum þar sem partí og áfengisskot einkenndu kvöldið. „Vanalega var þetta eins og flestir kannast við, bland-sopar fyrir hvert stig sem þitt úthlutaða land þitt fékk og vatnssopi á milli svo þú hangir ekki fyrir framan klósettsetuna áður en að kynnarnir segja „EUROPE START VOTING NOW“. Æ þið vitið,“ útskýrir Helgi með kómísku yfirbragði. „Eurovision keppnin í fyrra markaði tímamót hjá mér, þar sem ég horfði á keppnina í mesta kósí með sjálfum mér og besta vini mínum Palla í algjöru hljóði með sushi og snakk þar sem ég tók ekki augun af skjánum,“ segir Helgi og viðurkennir að það hafi átt vel við hann. „Keppnin í ár verður einnig í þeim anda.“ Mömmuþema hjá Helga og Pitta Helgi horfir á keppnina með Pétri Björgvini Sveinssyni, unnusta sínum, en mömmur þeirra eru líka á kantinum. „Mömmur eru þema ársins en ég og maðurinn minn ákváðum að vera með mömmu minni á undankeppnunum. Svo fer hún aftur austur á Seyðisfjörð og þá ætlum við að vera með mömmu hans og fjölskyldu meðlimum hans,“ segir Helgi. „Ég bauð bestu vinum mínum heim þar sem við ætlum að horfa með stigablöðin okkar í hönd og bera saman bækur, spjalla og njóta samverunnar. Ég verð líklegast meira boring með árunum,“ segir Helgi og hlær. Hann tekur það fram að hann sé tvíburi í stjörnumerki og eigi það til að taka algjöra u-beygju. „Á næsta ári eru góðar líkur á að ég verði mættur með neglur og hárkollu að garga Tattoo í góðra vina hópi.“ Bingó og stigakeppni rífur upp stemmninguna Á vef Hinsegin daga má finna stigaspjöld og bingó sem má prenta út fyrir kvöldin. „Ég mæli með fyrir fjölskyldudúllur að setjast niður og kveikja á keppnisskapinu, borða ógeðslega góðan mat og prenta út skjölin. Hafa gaman, öskra og syngja, “segir Helgi og bætir við: „Gleðilegt Eurovison gott fólk og skemmtið ykkur vel. Áfram Diljá!!“
Eurovision Tengdar fréttir Diljá kvíðir ekki kvöldinu Nú styttist óðum í að Diljá Pétursdóttir stígi á stóra sviðið í Liverpool fyrir hönd okkar Íslendinga þar sem Eurovision keppnin er haldin í ár. Sjálf segist hún ekkert kvíðin fyrir kvöldinu enda sé stress neikvæð tilfinning. 11. maí 2023 07:00 Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09 Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04 Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Svíþjóð, Finnland og Noregur komust öll áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovison sem haldið var í Liverpool í kvöld. Sjö lönd til viðbótar hlutu brautargengi og munu eiga fulltrúa á Eurovision-sviðinu á laugardag. 9. maí 2023 21:22 Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Diljá kvíðir ekki kvöldinu Nú styttist óðum í að Diljá Pétursdóttir stígi á stóra sviðið í Liverpool fyrir hönd okkar Íslendinga þar sem Eurovision keppnin er haldin í ár. Sjálf segist hún ekkert kvíðin fyrir kvöldinu enda sé stress neikvæð tilfinning. 11. maí 2023 07:00
Bretar sannfærðir um að Diljá fljúgi áfram Bretar sem Eurovísir hitti á förnum vegi í Liverpool, þar sem Eurovision fer nú fram, eru flestir á því að Diljá, fulltrúi okkar Íslendinga í keppninni, komist áfram í úrslit keppninnar. 9. maí 2023 19:09
Snúningspallurinn klikkaði á ögurstundu í kvöld Tæknilegir örðugleikar gerðu vart við sig í framlagi Íslands á dómararennsli í Eurovision-höllinni í Liverpool í kvöld. Snúningspallur sem Diljá notar á sviðinu hætti að virka en verður kominn í lag fyrir stóru stundina annað kvöld, að sögn Diljár sjálfrar. 10. maí 2023 22:04
Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Svíþjóð, Finnland og Noregur komust öll áfram á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovison sem haldið var í Liverpool í kvöld. Sjö lönd til viðbótar hlutu brautargengi og munu eiga fulltrúa á Eurovision-sviðinu á laugardag. 9. maí 2023 21:22
Varð að breyta förðuninni þegar hún sá nýja búninginn „Þegar ég sá búninginn þá hugsaði ég að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira kúl,“ segir Lilja Dís Smáradóttir, sem sér um förðun og hár fyrir íslenska Eurovision-atriðið. Eins og sjá má af myndum frá æfingum Diljár hefur búningur hennar tekið talsverðum breytingum frá því sem var í Söngvakeppninni heima. 10. maí 2023 20:12