Bielsa tekur við landsliði Úrúgvæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 07:46 Marcelo Bielsa er ekki lengur atvinnulaus en hér sést hann á tíma sínum sem knattspyrnustjóri Leeds. EPA-EFE/Martin Rickett Marcelo Bielsa, fyrrum knattspyrnustjóri Leeds United, hefur samþykkt að taka við úrúgvæska landsliðinu. Jorge Casales, stjórnarmaður í knattspyrnusamband Úrúgvæ, staðfesti þetta við Associated Press sem og að samningur Bielsa sé fram yfir heimsmeistaramótið 2026. „Það eina sem vantar er að undirrita samninginn,“ sagði Jorge Casales en hinn 67 ára gamli Bielsa er þar að gera 39 mánaða samning. Marcelo Bielsa is set to become the new Uruguay manager, as he prepares for his first coaching role since leaving Leeds https://t.co/vViYbPO5yL— MailOnline Sport (@MailSport) May 11, 2023 Bielsa stýrir liðinu væntanlega í fyrsta sinn í júní þar sem liðið spilar vináttulandsleiki við Níkaragva og Kúbu. Undankeppni HM í Suður-Ameríku hefst síðan í september. „Við erum að koma inn með mann sem mun skilja eftir arfleifð sem nær lengra en bara þessar níutíu mínútur af fótboltaleik,“ sagði Casales. Úrúgvæ komst ekki upp úr riðlinum á HM í Katar og það er búist við því að reyndustu leikmenn liðsins hafi lokið landsliðsferli sínum. Bielsa þekkir það vel að þjálfa landslið. Hann var landsliðsþjálfari Argentínu frá 1998 til 2004 og þjálfari einnig landslið Síle frá 2007 til 2011. Hann hefur síðan stýrt mörgum félagsliðum á ferlinum eins og Espanyol, Athletic Club, Marseille og Lille. Bielsa hefur aftur á móti verið atvinnulaus síðan að Leeds rak hann í febrúar 2022. Marcelo Bielsa is back he s set to sign as new coach of Uruguay national team. Done deal as full verbal agreement has been finally reached. #UruguayFederation member Jorge Casales has confirmed that former OM and Leeds boss will sign the contract in the next hours. pic.twitter.com/HXDXd21Ow7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2023 HM 2026 í fótbolta Úrúgvæ Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Jorge Casales, stjórnarmaður í knattspyrnusamband Úrúgvæ, staðfesti þetta við Associated Press sem og að samningur Bielsa sé fram yfir heimsmeistaramótið 2026. „Það eina sem vantar er að undirrita samninginn,“ sagði Jorge Casales en hinn 67 ára gamli Bielsa er þar að gera 39 mánaða samning. Marcelo Bielsa is set to become the new Uruguay manager, as he prepares for his first coaching role since leaving Leeds https://t.co/vViYbPO5yL— MailOnline Sport (@MailSport) May 11, 2023 Bielsa stýrir liðinu væntanlega í fyrsta sinn í júní þar sem liðið spilar vináttulandsleiki við Níkaragva og Kúbu. Undankeppni HM í Suður-Ameríku hefst síðan í september. „Við erum að koma inn með mann sem mun skilja eftir arfleifð sem nær lengra en bara þessar níutíu mínútur af fótboltaleik,“ sagði Casales. Úrúgvæ komst ekki upp úr riðlinum á HM í Katar og það er búist við því að reyndustu leikmenn liðsins hafi lokið landsliðsferli sínum. Bielsa þekkir það vel að þjálfa landslið. Hann var landsliðsþjálfari Argentínu frá 1998 til 2004 og þjálfari einnig landslið Síle frá 2007 til 2011. Hann hefur síðan stýrt mörgum félagsliðum á ferlinum eins og Espanyol, Athletic Club, Marseille og Lille. Bielsa hefur aftur á móti verið atvinnulaus síðan að Leeds rak hann í febrúar 2022. Marcelo Bielsa is back he s set to sign as new coach of Uruguay national team. Done deal as full verbal agreement has been finally reached. #UruguayFederation member Jorge Casales has confirmed that former OM and Leeds boss will sign the contract in the next hours. pic.twitter.com/HXDXd21Ow7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 11, 2023
HM 2026 í fótbolta Úrúgvæ Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira