Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2023 16:09 Sigurður Sólmundarson (t.h.) hefur verið stuðningsfaðir Bjarka Guðnasonar (t.v.) í rúm fjögur ár. Þeir eru loksins mættir á Eurovision. Vísir/helena Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Vísir greindi frá því að Bjarki Guðnason, ungur Eurovision-aðdáandi, fengi ekki tuttugu ára draum sinn rættan. Bjarki, sem er með einhverfu og þroskahömlun, og Sigurður Sólmundarson, stuðningsfaðir hans, töldu sig hafa fengið miða á Eurovision í fyrra, sem haldið var í Tórínó á Ítalíu. Þeir voru mættir til borgarinnar þegar í ljós kom að miðasölufyrirtækið hafði svikið þá. Eurovísir hitti þá Bjarka og Sigurð í Liverpool. Innslagið hefst á mínútu 7:12 í fimmta þætti Eurovísis sem finna má hér fyrir neðan. „Við fórum í fyrra til Tórínó og mamma hans [Bjarka] var búin að kaupa miða af einhverri síðu sem var frekar vafasöm. Við komum út og áttum að fá miðana senda á hótelið en þeir komu aldrei. Þannig að við horfðum á keppnina í 28 tommu sjónvarpi í ítölsku Ölpunum. En það var mjög gaman, það var allt í lagi,“ segir Sigurður hress. Hvernig var að fá fréttirnar í fyrra að þetta væri bara svindl? „Þetta voru svakaleg viðbrögð,“ segir Bjarki. „Já, það var ekki gaman,“ bætir Sigurður við. Og eftir talsverða fjölmiðlaumfjöllun um svikin hafði Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar samband við Bjarka og Sigurð og lofaði þeim miðum á Eurovision í ár. Og að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að skella sér til Liverpool. Barmafullir tilhlökkunar Þannnig það er kannski extra gaman eftir þetta allt saman að vera mættir hér loksins og ná að gera þetta? „Algjörlga geggjað og svo fengum við bónus að komast á fyrri keppnina líka. Það var geggjuð upplifun,“ segir Sigurður. Bjarki tekur undir: „Já það var geggjað,“ segir hann og bætir við að ísraelska lagið hafi komið honum skemmtilega á óvart. Annars halda þeir félagar með Finnlandi og Svíþjóð á lokakvöldinu á morgun – og halda auðvitað heiðri Íslands áfram á lofti þrátt fyrir dapra niðurstöðu á undankvöldinu í gær. En það er þá bara gleði fram undan? Þið eruð spenntir fyrir laugardeginum? „Mjög,“ segir Sigurður. „Já, við erum það,“ segir Bjarki. Og Sigurður grípur boltann: „Við erum eiginlega pínu, stundum að míga á okkur af spenningi!“ Viðtal Eurovísis við Sigurð og Bjarka var einnig sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar fór fréttamaður einnig yfir stemninguna í blaðamannahöllinni í beinni útsendingu og sagði frá óvenjulegum veitingum sem þar er boðið upp á. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Vísir greindi frá því að Bjarki Guðnason, ungur Eurovision-aðdáandi, fengi ekki tuttugu ára draum sinn rættan. Bjarki, sem er með einhverfu og þroskahömlun, og Sigurður Sólmundarson, stuðningsfaðir hans, töldu sig hafa fengið miða á Eurovision í fyrra, sem haldið var í Tórínó á Ítalíu. Þeir voru mættir til borgarinnar þegar í ljós kom að miðasölufyrirtækið hafði svikið þá. Eurovísir hitti þá Bjarka og Sigurð í Liverpool. Innslagið hefst á mínútu 7:12 í fimmta þætti Eurovísis sem finna má hér fyrir neðan. „Við fórum í fyrra til Tórínó og mamma hans [Bjarka] var búin að kaupa miða af einhverri síðu sem var frekar vafasöm. Við komum út og áttum að fá miðana senda á hótelið en þeir komu aldrei. Þannig að við horfðum á keppnina í 28 tommu sjónvarpi í ítölsku Ölpunum. En það var mjög gaman, það var allt í lagi,“ segir Sigurður hress. Hvernig var að fá fréttirnar í fyrra að þetta væri bara svindl? „Þetta voru svakaleg viðbrögð,“ segir Bjarki. „Já, það var ekki gaman,“ bætir Sigurður við. Og eftir talsverða fjölmiðlaumfjöllun um svikin hafði Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar samband við Bjarka og Sigurð og lofaði þeim miðum á Eurovision í ár. Og að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að skella sér til Liverpool. Barmafullir tilhlökkunar Þannnig það er kannski extra gaman eftir þetta allt saman að vera mættir hér loksins og ná að gera þetta? „Algjörlga geggjað og svo fengum við bónus að komast á fyrri keppnina líka. Það var geggjuð upplifun,“ segir Sigurður. Bjarki tekur undir: „Já það var geggjað,“ segir hann og bætir við að ísraelska lagið hafi komið honum skemmtilega á óvart. Annars halda þeir félagar með Finnlandi og Svíþjóð á lokakvöldinu á morgun – og halda auðvitað heiðri Íslands áfram á lofti þrátt fyrir dapra niðurstöðu á undankvöldinu í gær. En það er þá bara gleði fram undan? Þið eruð spenntir fyrir laugardeginum? „Mjög,“ segir Sigurður. „Já, við erum það,“ segir Bjarki. Og Sigurður grípur boltann: „Við erum eiginlega pínu, stundum að míga á okkur af spenningi!“ Viðtal Eurovísis við Sigurð og Bjarka var einnig sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar fór fréttamaður einnig yfir stemninguna í blaðamannahöllinni í beinni útsendingu og sagði frá óvenjulegum veitingum sem þar er boðið upp á. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30
Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00
Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02