Hodgson um tapið gegn Íslandi: „Auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 07:01 Ísland vann England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu sumarið 2016. EPA/TOLGA BOZOGLU Sparkspekingurinn og landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gary Neville ræddi við Roy Hodgson, þjálfara Crystal Palace, í nýjasta þætti af The Overlap. Ræddu þeir frækinn 2-1 sigur Íslands á Englandi á EM 2016. Það var síðasti leikur Roy með enska landsliðið. Neville heldur úti þættinum The Overlap sem birtist bæði í hlaðvarpsformi sem og á Youtube. Nýjasti viðmælandi hans var Hodgson en þeir félagar voru saman í þjálfarateymi Englands á EM 2016 í Frakklandi. Báðir sögðu af sér eftir tapið gegn Íslandi. 47 Years in the game 21 Different clubs 4 International jobsThe interview with Crystal Palace manager Roy Hodgson is live on our YouTube channel now! pic.twitter.com/clNHE55qx9— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 12, 2023 Neville viðurkenndi að hann hugsaði reglulega um tapið og raunar meira um þennan leik heldur en alla aðra á ferlinum. „Við vorum báðir á vellinum þetta kvöld, hvað gerðist? Ég hef talað við suma leikmennina frá þessu kvöldi og þeir geta ekki útskýrt hvað gerðist. Við komumst yfir og byrjuðum vel. Þú hlýtur að hugsa um þennan leik?“ Roy hugsaði sig vel um áður en hann svaraði. Hann sagði leikmenn einfaldlega hafa misst trú á verkefninu eftir að liðið lenti undir. „Ég hugsa að það sé of auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki að upp, það er alltaf hættulegt. Væri til í að trúa því að við – og ég – hefðum getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir tapið. Í hreinskilni veit ég ekki hvað það hefði getað verið. Vorum ekki með bekkinn til að snúa leiknum okkur í hag.“ Leikmennirnir sem komu inn af bekknum voru Jamie Vardy, Jack Wilshere og Marcus Rashford. Þeir sem sátu hvað fastast á bekknum voru Tom Heaton, Fraser Forster, Ryan Bertrand, Ross Barkley, John Stones, Jordan Henderson, Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner. „Ísland var erfitt lið að spila gegn. Þetta er smá eins og þegar þú ert með úrvalsdeildarlið og mætir liðum í League 1 (C-deild) eða League 2 (D-deild) í FA-bikarnum. Maður heldur að sínir leikmenn séu miklu betri en þeirra leikmenn og að maður muni vinna leikinn. Svo mæta liðin út á völl, leikmenn ná engum ryðma og geta ekki sýnt að þeir séu betri. Þessi leikur er dæmi um það.“ I don t think I ve ever thought as much about a game since Iceland Roy Hodgson & @GNev2 reflect on what happened to England on that disappointing night at Euro 2016. Watch the full interview here https://t.co/PY3rORrk7U pic.twitter.com/sBON6bI7Ku— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 14, 2023 „Ég hef lært að sleppa takinu á hlutum. Það er enginn tilgangur að leyfa einum mistökum – á ferli sem inniheldur ekki mikið af mistökum – að skemma allt sem heldur að þú getir gert og trúir á. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að sleppa takinu,“ sagði Roy að endingu en hann hefur þjálfað frá árinu 1976. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira
Neville heldur úti þættinum The Overlap sem birtist bæði í hlaðvarpsformi sem og á Youtube. Nýjasti viðmælandi hans var Hodgson en þeir félagar voru saman í þjálfarateymi Englands á EM 2016 í Frakklandi. Báðir sögðu af sér eftir tapið gegn Íslandi. 47 Years in the game 21 Different clubs 4 International jobsThe interview with Crystal Palace manager Roy Hodgson is live on our YouTube channel now! pic.twitter.com/clNHE55qx9— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 12, 2023 Neville viðurkenndi að hann hugsaði reglulega um tapið og raunar meira um þennan leik heldur en alla aðra á ferlinum. „Við vorum báðir á vellinum þetta kvöld, hvað gerðist? Ég hef talað við suma leikmennina frá þessu kvöldi og þeir geta ekki útskýrt hvað gerðist. Við komumst yfir og byrjuðum vel. Þú hlýtur að hugsa um þennan leik?“ Roy hugsaði sig vel um áður en hann svaraði. Hann sagði leikmenn einfaldlega hafa misst trú á verkefninu eftir að liðið lenti undir. „Ég hugsa að það sé of auðvelt að falla í þá gryfju að sumir hlutir gangi einfaldlega ekki að upp, það er alltaf hættulegt. Væri til í að trúa því að við – og ég – hefðum getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir tapið. Í hreinskilni veit ég ekki hvað það hefði getað verið. Vorum ekki með bekkinn til að snúa leiknum okkur í hag.“ Leikmennirnir sem komu inn af bekknum voru Jamie Vardy, Jack Wilshere og Marcus Rashford. Þeir sem sátu hvað fastast á bekknum voru Tom Heaton, Fraser Forster, Ryan Bertrand, Ross Barkley, John Stones, Jordan Henderson, Nathaniel Clyne, Adam Lallana og James Milner. „Ísland var erfitt lið að spila gegn. Þetta er smá eins og þegar þú ert með úrvalsdeildarlið og mætir liðum í League 1 (C-deild) eða League 2 (D-deild) í FA-bikarnum. Maður heldur að sínir leikmenn séu miklu betri en þeirra leikmenn og að maður muni vinna leikinn. Svo mæta liðin út á völl, leikmenn ná engum ryðma og geta ekki sýnt að þeir séu betri. Þessi leikur er dæmi um það.“ I don t think I ve ever thought as much about a game since Iceland Roy Hodgson & @GNev2 reflect on what happened to England on that disappointing night at Euro 2016. Watch the full interview here https://t.co/PY3rORrk7U pic.twitter.com/sBON6bI7Ku— The Overlap (@WeAreTheOverlap) May 14, 2023 „Ég hef lært að sleppa takinu á hlutum. Það er enginn tilgangur að leyfa einum mistökum – á ferli sem inniheldur ekki mikið af mistökum – að skemma allt sem heldur að þú getir gert og trúir á. Eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er að sleppa takinu,“ sagði Roy að endingu en hann hefur þjálfað frá árinu 1976.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira