Ömurlegir mánuðir fyrir íþróttaaðdáendur í Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 23:30 Íþróttalið Philadelphia-borgar hafa ekki átt sjö dagana sæla. Adam Glanzman/Getty Images Sértu frá Philadelphia í Bandaríkjunum og elskar íþróttir má reikna með að það sé heldur þungt yfir þér um þessar mundir. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá íþróttaliðum borgarinnar undanfarna sex mánuði. Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023 Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Síðasti naglinn í kistuna var afhroð Philadelphia 76ers gegn Boston Celtics í oddaleik um sæti í úrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Ekki nóg með að 76ers hafi tapað heldur var liðinu einfaldlega pakkað saman. Joel Embiid, stórstjarna liðsins og verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, ásakaði svo alla leikmenn liðsins – nema James Harden – um að vera einfaldlega ekki nægilega góðir. Téður Harden er svo að íhuga sín mál. Hann virðist alvarlega vera að skoða þann möguleika að ganga í raðir Houston Rockets á nýjan leik. Harden þekkir vel til í Houston þar sem hann lék með liðinu frá 2012 til 2021. Dökk ský eru yfir Philadelphia þessa dagana en fyrr á þessu ári tapaði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar fyrir Patrick Mahomes og félögum í Kansas City Chiefs. Ef það var ekki nóg þá komst Philadelphia Phillies alla leið í úrslit hafnaboltans en mátti þola 4-2 tap þar gegn Houston Astros. Ofan á það þá fór Philadelphia Union í úrslit MLS-deildarinnar í fótbolta. Þar beið Los Angeles FC og var staðan 3-3 að loknum venjulegum leiktíma. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en þar hafði Los Angeles betur og tryggði sér sigur. Íþróttir geta verið harður húsbóndi og það vita íþróttaunnendur í Philadelphia betur en flestir eftir síðustu sex mánuði. Philly sports over the last six months: Lost MLS Cup to LAFC in PKs Lost World Series to Astros Lost Super Bowl to Chiefs Lost Game 7 ECS to CelticsHeartbreaking pic.twitter.com/j7x7kmWZIK— Bleacher Report (@BleacherReport) May 15, 2023
Körfubolti Fótbolti Hafnabolti Bandaríski fótboltinn NBA Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira