Katla: Erum með góðan og breiðan hóp Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2023 22:19 Katla María og Íris Una Þórðardætur sömdu við Selfoss fyrir seinasta tímabil. Selfoss Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss á Tindastól. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Bestu deildar kvenna og fór fram fyrr í kvöld á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Þetta var fyrsti sigur Selfoss það sem af er tímabils. „Bara geggjuð tilfinning að ná inn þremur stigum, geggjað á heimavelli og bara já, geggjað.“ Selfoss byrjaði leikinn illa og voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Markið skoraði Melissa Alison Garcia í liði Tindastóls eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur. „Bara léleg dekkning inni í teig, það gerist en óþarfi að fá á sig þetta mark.“ En Selfyssingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fóru með verðskuldaða forystu til búningsherbergja í hálfleik. Katla María setti fyrra markið af tveimur í fyrri hálfleik. Þar virtist hún reyna fyrirgjöf en boltinn skoppaði framhjá öllum sóknar- og varnarmönnum inni í teignum og lak í netið á fjærstönginni. Eva Lind Elíasdóttir stækkaði forystu heimakvenna áður en Katla gekk endanlega frá þeim í byrjun seinni háfleiks. Seinna mark Kötlu kom eftir að dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss inni í markteig Tindastóls. Dómurinn var mikið vafaatriði en það skipti Kötlu engu máli sem skoraði af öryggi eftir sendingu frá Barbáru Sól. „Fyrsta markið var nátturulega bara algjörlega fyrirgjöf sko. Heppinn að liggja inni. En já, svo fáum við þessa óbeinu aukaspyrnu og ég bara set hann þar. Ekkert flóknara en það“ Selfoss heimsækir Keflavík næsta mánudag áður en þær mæta Tindastól aftur í Mjólkurbikarnum. „Við erum með mjög góðan og breiðan hóp þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Bara geggjuð tilfinning að ná inn þremur stigum, geggjað á heimavelli og bara já, geggjað.“ Selfoss byrjaði leikinn illa og voru lentar marki undir eftir aðeins þrettán mínútna leik. Markið skoraði Melissa Alison Garcia í liði Tindastóls eftir hornspyrnu Laufeyjar Hörpu Halldórsdóttur. „Bara léleg dekkning inni í teig, það gerist en óþarfi að fá á sig þetta mark.“ En Selfyssingar voru fljótir að snúa leiknum sér í hag og fóru með verðskuldaða forystu til búningsherbergja í hálfleik. Katla María setti fyrra markið af tveimur í fyrri hálfleik. Þar virtist hún reyna fyrirgjöf en boltinn skoppaði framhjá öllum sóknar- og varnarmönnum inni í teignum og lak í netið á fjærstönginni. Eva Lind Elíasdóttir stækkaði forystu heimakvenna áður en Katla gekk endanlega frá þeim í byrjun seinni háfleiks. Seinna mark Kötlu kom eftir að dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu fyrir Selfoss inni í markteig Tindastóls. Dómurinn var mikið vafaatriði en það skipti Kötlu engu máli sem skoraði af öryggi eftir sendingu frá Barbáru Sól. „Fyrsta markið var nátturulega bara algjörlega fyrirgjöf sko. Heppinn að liggja inni. En já, svo fáum við þessa óbeinu aukaspyrnu og ég bara set hann þar. Ekkert flóknara en það“ Selfoss heimsækir Keflavík næsta mánudag áður en þær mæta Tindastól aftur í Mjólkurbikarnum. „Við erum með mjög góðan og breiðan hóp þannig að ég hef engar áhyggjur af því.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Tindastóll 3-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga Selfoss vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið tók á móti nýliðum Tindastóls í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld, 3-1. 16. maí 2023 21:56