Öruggasti pylsuvagn í heimi Sigurjón Þórðarson skrifar 17. maí 2023 14:30 Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir. Allstórt svæði gamla miðbæjarins var girt af almennri umferð og það sem einna helst vakti athygli voru gulklæddir lögreglumenn gráir fyrir járnum, sem sumir hverjir virtust jafnforviða yfir ástandinu þar sem þeir stóðu með vélbyssur og tóku sjálfur við Lækjargötu. Gamanið bar þó alvörunni ekki ofurliði þegar bílalestir sem fluttu evrópskra þjóðarleiðtoga áttu leið hjá en þá fengu símarnir að síga á meðan vélbyssurnar voru mundaðar í viðbragðsstöðu. Að öðru leyti má segja að það sem mesta athygli vakti hinum almenna vegfaranda hafi verið sú staðreynd að lögreglan hafði að því er virðist sérstaka viðveru fyrir utan pylsuvagn einn við Tryggvagötu sem einhverjar vonir höfðu staðið til að yrði að eftirlætisskyndibitastað erlendra þjóðarleiðtoga og fylgdu þannig fordæmi Bills Clinton frá því hér um árið. Því miður reyndist pylusalan harla lítilfjörleg og myndu eflaust einhverjir ætla að öryggisgæslan hafi einmitt haft þveröfug áhrif miðað við fyrrnefndar væntingar fjölmiðla til áhrifa fundarins á verslun og þjónustu í miðborginni. Engum blöðum var þó um það að fletta að pylsuvagninn var öruggur. Erfitt er að sjá að almenningur sem þarf að greiða fyrir milljarðaverðmiðann fyrir sýninguna hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð og jafnramt mátti pylsuverslun í borginni muna fífil sinn fegurri. Vettvangurinn var nýttur til þess að gera tjónaskýrslu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og til þess að forystumenn ríkisstjórnarinnar gætu speglað sig í fréttamiðlum landsmanna. Samkoman hafði einnig önnur áhrif sem snertu Ísland með beinni hætti. Vissulega tilkynnti Ursula von der Leyen íslenskum þegnum ESB að þeir fengju undanþágu frá ósanngjörnum samþykktum um leyfðar losunarheimildir vegna flugumferðar hvers evrópuríkis til nokkurra ára í viðbót og má af því ætla að ánægja hafi ríkt með fundarhöldin á meðal evrópskra leiðtoga. Forsætisráðherra Vinstri grænna lék í þessu skyni sína rullu og var full þakklætis eins og fleiri þingmenn; Ursula gaf og Ursula tók Mun forsætisráðherra beita sér af álíka mætti fyrir hag fólksins sem byggir þetta land og að það geti átt von á því að sókn verði gerð í húsnæðismálum og afkomuöryggi sem kannski ætti að þykja eftirsóknarverðari sérstaða ef landið vill fara að bera sig saman við önnur? Nóg virðist, jú, vera til. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar