Enginn atvinnulaus í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2023 12:30 Sigfús Ólafur Guðmundsson, sem vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um sextíu fyrirtæki í Skagafirði taka nú þátt í atvinnulífssýningu um helgin á Sauðárkróki en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Auk þess að kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti. Sýningin, sem heitir „Skagafjörður, heimili Norðursins“ var formlega sett í morgun klukkan 11:00 en hún stendur yfir í dag og á morgun og fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en hún er bæði á inni- og á útisvæði. Sigfús Ólafur Guðmundsson vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, sem heldur sýninguna. „Heyrðu, hérna eru bara fyrirtækin og félagasamtök og í rauninni bara allt samfélagið að sýna hversu megnug þau eru. Við erum með fjölbreytta dagskrá á sviðinu líka og ýmsar uppákomur. Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir samfélagið að sýna hversu öflugt samfélagið er. Við erum með mjög hátt þjónustustig hér í Skagafirði og með mjög fjölbreytta starfsemi. Okkur vantar alltaf fólk og til að mynda þá skoðaði ég tölur fyrir apríl núna og þá erum við með enga manneskju á atvinnuleysisskrá,“ segir Sigfús Ólafur. Sigfús Ólafur segir að töluvert sé um ný fyrirtæki í Skagafirði, það séu ekki bara gömul fyrirtæki eins og Kaupfélag Skagfirðinga. „Við héldum þessa sýningu síðast 2018 og við erum í rauninni að fjölga sýnendum síðan þá, þannig að það er mikið af nýliðum líka hjá okkur, margir nýir að koma, sprotar og svona minni fyrirtæki.“ Um 60 sýnendur taka þátt í sýningunni um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og á útisvæði við íþróttahúsið.Aðsend Og er gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði? „Já, það er alveg ótrúlega gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði. Það er stutt út um allt, til dæmis ef þú ætlar að vera með vefverslun á Íslandi, þá er mjög gott að vera í Skagafirði, það er stutt í boðleiðir um allt, við erum fyrir miðju Íslandi,“ segir Sigfús kampakátur með sýninguna. Allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Skagafjörður Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Sýningin, sem heitir „Skagafjörður, heimili Norðursins“ var formlega sett í morgun klukkan 11:00 en hún stendur yfir í dag og á morgun og fer fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þátttaka á sýninguna er mjög góð en hún er bæði á inni- og á útisvæði. Sigfús Ólafur Guðmundsson vinnur við atvinnu- og kynningarmál hjá Sveitarfélaginu Skagafirði, sem heldur sýninguna. „Heyrðu, hérna eru bara fyrirtækin og félagasamtök og í rauninni bara allt samfélagið að sýna hversu megnug þau eru. Við erum með fjölbreytta dagskrá á sviðinu líka og ýmsar uppákomur. Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir samfélagið að sýna hversu öflugt samfélagið er. Við erum með mjög hátt þjónustustig hér í Skagafirði og með mjög fjölbreytta starfsemi. Okkur vantar alltaf fólk og til að mynda þá skoðaði ég tölur fyrir apríl núna og þá erum við með enga manneskju á atvinnuleysisskrá,“ segir Sigfús Ólafur. Sigfús Ólafur segir að töluvert sé um ný fyrirtæki í Skagafirði, það séu ekki bara gömul fyrirtæki eins og Kaupfélag Skagfirðinga. „Við héldum þessa sýningu síðast 2018 og við erum í rauninni að fjölga sýnendum síðan þá, þannig að það er mikið af nýliðum líka hjá okkur, margir nýir að koma, sprotar og svona minni fyrirtæki.“ Um 60 sýnendur taka þátt í sýningunni um helgina í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og á útisvæði við íþróttahúsið.Aðsend Og er gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði? „Já, það er alveg ótrúlega gott að vera með fyrirtæki í Skagafirði. Það er stutt út um allt, til dæmis ef þú ætlar að vera með vefverslun á Íslandi, þá er mjög gott að vera í Skagafirði, það er stutt í boðleiðir um allt, við erum fyrir miðju Íslandi,“ segir Sigfús kampakátur með sýninguna. Allar nánari upplýsingar um atvinnulífssýninguna er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins.
Skagafjörður Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira