Katrín keppir um þessar mundir á sterku undanúrslitamóti vesturhluta Norður-Ameríku fer fram í Pasadena sem er norðaustur af Los Angeles borg. Alls er keppt í sjö greinum og að þeim loknum munu tíu efstu konurnar vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikunum.
Katrín var níunda eftir fyrstu grein, en góður árangur í annarri grein sem fram fór í gærkvöldi skilaði henni upp í sjötta sæti.
Grein gærkvöldsins innihélt fimm „ring complexes,“ 20 hnébeygjur á annari löpp og eins margar „burpees“ og keppendur gátu tekið. Allt þetta þurftu keppendur að gera á innan við þremur mínútum og að lokum var það fjöldi burpees sem hver og einn gerði sem ákvarðaði niðurstöðuna.
Katrín gerði 26 stykki og varð þar með í 23. sæti af 60 í greininni, en það skilaði henni úr níunda sæti og upp í það sjötta.
Eins og áður segir verður keppt í alls sjö greinum á mótinu og fara tvær þeirra fram síðar í dag.