Leikurinn fór fram á Flens-leikvanginum í Flensburg í dag en Göppingen, sem sló Val út í 16-liða úrslitum, var lengi vel með forystu í leiknum og fóru inn í seinni hálfleikinn með tveggja marka forystu.
Leikmenn Granollers mættu hins vegar sterkari til leiks í seinni hálfleik, unnu upp forystu Göppingen og bættu um betur.
Lokatölur urðu 31-29 sigur Granollers sem mun mæta þýska liðinu Fusche-Berlin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Fusche Berlin vann fyrr í dag öruggan sex marka sigur, 35-29, á franska liðinu Montpellier í hinum undanúrslitaleik keppninnar.