Lífið á Vísi setti saman lista af þekktum Íslendingum og er það skemmtileg staðreynd að margir af okkar ástæla listafólki bera nöfn sem engan grunar.
Nöfnin sem neðangreindir einstaklingar eru þekktir fyrir birtist í stærra letri:
Sigga Beinteins
Tónlistarkonan Sigga Beinteins heitir fullu nafni, Sigríður María Beinteinsdóttir. Hvern hefði grunað að hún héti María?

Gugusar
Tónlistarkonan Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir er oftast nefnd Gugusar.

Svava í 17, eða Svava Johansen
Athafnakonan Svava Johansen ber nafnið Þorgerður sem millinafn.

Siggi Gunnars
Fjölmiðlamaðurinn Siggi Gunnars gengur alla jafna undir því nafni en heitir fullu nafni Sigurður Þorri Gunnarsson.

Helgi Ómars
Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómars ber nafnið Snær sem annað nafn.

Jón Jónsson
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson ber nafnið Ragnar sem annað nafn.

Herra Hnetusmjör
Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör kemur sjaldnast fram undir öðru en listamannanafninu en heitir fullu nafni Árni Páll Árnason.

Jói Pé.
Tónlistarmaðurinn Jói Pé heitir fullu nafni Jóhannes Damian Patreksson.

Ágústa Johnson
Ágústa Þóra Johnson, líkamsræktardrottning.

Logi Geirs
Fyrrum handboltakappinn og spekingurinn Logi Geirsson ber nafnið Eldon sem millinafn.

Patrik - Prettyboitjokkó
Tónlistarmaðurinn Patrik oft kenndur við Prettyboitjokko heitir fullu nafni Patrik Snær Atlason.

Óttar Proppé
þingmaðurinn Óttarr Proppé, heitir Ólafur í millinafn.

Mugison
Tónlistarmaðurinn Mugison heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson.

Júníus Meyvant
Tónlistarmaðurinn er þekktur undir listamannanafninu Júníus Meyvant en heitir réttu nafni Unnar Gísli Sigurmundsson.

Neðangreindir Íslendingar og sjaldséð nöfn þeirra eru líklega á vitorði flestra en kannski ekki allra:
Selma Björns
Hin ástæla tónlistarkona, dansari og leikstjóri, Selma Björnsdóttir ber nafnið Lóa sem millinafn.

Ingvar E. leikari
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson ber nafnið Eggert sem millinafn.

Rikki G
Ríkharð Óskar Guðnason, fjölmiðlamaður.

Emmsjé Gauti
Gauti Þeyr Másson, tónlistamaður.

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson, bardagakappi, heitir Lúðvík í millinafn.

Siggi Hlö
Athafna- og útvarpsmaðurinn Sigg Hlö heiti fullu nafni Sigurður Helgi Hlöðversson.

Magni Ásgeirs
Tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson gengur sjaldnast undir sínu fornafni sínu Guðmundur.

Edda Andrésdóttir
Edda Guðrún Andrésdóttir, fréttakona.

Krummi í Mínus
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, tónlistarmaður.

Eyjólfur Sverrisson
Eyjólfur Gjafar Sverrisson, fyrrverandi knattspyrnumaður.

Magnús Scheving
Magnús Örn Eyjólfsson Scheving, athafnamaður og íþróttaálfur.

Edda Björgvins
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir, leikkona.

Frosti Loga
Kristján Frosti Logason, fjölmiðlamaður.

Erpur
Erpur Þórólfur Eyvindsson, rappari. Blaz Roca.

Óli Stef
Ólafur Indriði Stefánsson, fyrrverandi handboltakappi og nú þjálfari.
