Lögreglan í New York fékk óvenjulegt símtal rétt fyrir hádegi á föstudag.
Býflugur í þúsundatali höfðu hertekið heila götublokk í Manhattan á horni gatnanna Broadway og 54. götu, sem hefur verið jafnan verið kallað „Big Apple Corner“.
Býflugnagerið var svo fjölmennt að úr fjarlægð minnti það helst á snjókomu, eða býflugnaher tilbúinn til átaka.
New York City was buzzing as a swarm of bees flew around a Manhattan block. The NYPD and beekeepers arrived and were able to contain them. https://t.co/uvX1jdieFw pic.twitter.com/6XmHjgZtCU
— ABC News (@ABC) June 10, 2023
Eftir rannsókn lögreglumanna kom í ljós að býflugurnar höfðu búið sér til heimili utan á hlið hótels hátt yfir götunni.
Býflugnabændur voru kallaðir á vettvang, voru hífðir upp með körfubíl og skófu býflugurnar af rúðum hótelsins. Myndband af hótelbýflugunum má sjá hér að ofan, sjón er sögu ríkari.