Ítalski blaðamaðurinn og ofur skúbbarinn Fabrizio Romano greindi frá því á Twitter fyrir stundu að Alba sé nú þegar kominn í samningaviðræður við Inter Miami en hann sé þó einnig með tvö tilboð á borðinu frá Sádí Arabíu.
Understand Jordi Alba is now in active negotiations to join Inter Miami it s a concrete possibility. #MLS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2023
Alba has two proposals from Saudi, he has made no final decision yet. Player will assess his options and decide in the next weeks. pic.twitter.com/fJm30MGBqo
Vísir hefur áður greint frá því að Inter séu með augastað á tveimur öðrum argentínskum góðkunningjum Lionel Messi, þeim Di María og Sergio Busquets. Fyrir utan að vera allir Argentínumenn eiga þessir leikmenn það einnig sameiginlegt að vera fæddir á 9. áratug síðustu aldar. Það má því ljóst vera að það er ekki verið að tjalda til margra nátta í Miami.
Bandaríska deildin takmarkar fjölda erlendra leikmanna en hvert lið má hafa átta slíka í sínum röðum. Það sem gæti þó helst reynst Inter Miami þrándur í götu við að klára þessi félagaskipti er launaþakið í deildinni. Launin þar eru einfaldlega ekki á pari við það sem leikmönnum býðst í Evrópu.
Stjórnendur Inter Miami hafa þó fundið ákveðnar glufur og skapandi lausnir á launaþakinu. Apple á réttinn að MLS-deildinni og selur svokallaðan „League Pass“ fyrir alla leiki deildarinnar. Mun Messi fá prósentu af þeim fjölda sem kaupir sér áskrift sérstaklega til að sjá hann spila. Þá mun hann fá hluta af treyjusölu Inter Miami en félagið leikur í Adidas. Ofan á allt þetta mun Messi fá eignarhlut í félaginu sjálfu.