Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2023 15:01 Álfhildur Rósa, fyrirliði Þróttara Vísir/Vilhelm Gunnarsson Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“ Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Breiðablik komst nokkuð örugglega áfram í átta liða úrslitin með sjö marka sigri á Fram á meðan að Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og slógu út ríkjandi bikarmeistara Vals.Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir liðið taka með sér jákvæða hluti og sjálfstraust úr síðustu umferð inn í leik kvöldsins.„Það var gott að byrja keppnina af þeim krafti sem við gerðum í sigurleiknum gegn Val, það eykur sjálfstraustið hjá okkur en að sama skapi vitum við að hver leikur á sitt eigið líf og leikur kvöldsins getur spilast hvernig sem er.Auðvitað hjálpar þessi sigurleikur gegn Val okkur en á sama skapi kemur lið Breiðabliks með fullt sjálfstraust inn í þessa viðureign eftir að hafa unnið ÍBV á dögunum í deildinni á meðan að við töpuðum fyrir Keflavík.“Álfhildur segir leikmenn Þróttar samstíga með það að vilja komast strax aftur á sigurbraut eftir fremur óvænt tap á dögunum.„Það var ekki góður leikur af okkar hálfu og við viljum svara fyrir það. Svo er bikarinn bara allt önnur keppni og maður veit einhvern veginn aldrei hvernig þeir leikir spilast.“Þróttur og Breiðablik hafa ekki mæst til þessa á yfirstandandi tímabili en ýmsar vísbendingar má þó draga út frá stöðu liðanna í Bestu deildinni.Aðeins þrjú stig skilja á milli þeirra í öðru og þriðja sæti Bestu deildarinnar.„Það býr mikill hraði í þessu Breiðabliks liði og þær eru ótrúlega góðar sóknarlega. Við vitum því að þetta verður hörkuleikur. Þetta eru tvö lið sem vilja þrá það að vinna alveg rosalega mikið.“Hvernig finnst þér spilamennska liðsins hafa þróast á yfirstandandi tímabili?„Mér finnst hafa gengið vel hjá okkur, auðvitað höfum við samt sem áður tekið einhver feilspor en mér finnst við vera mjög vel spilandi.“Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í húfi í kvöld og ekki hægt að segja annað en að veðurfarslegar aðstæður bjóði upp á frábært umhverfi fyrir stórleikinn í Laugardalnum. Álfhildur vill sjá fulla stúku af fólki á heimavelli Þróttar.„Við viljum helst fylla völlinn. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið ótrúlega duglegir við að mæta á völlinn á tímabilinu og styðja okkur áfram. Ég er því að búast við að sjá fulla stúku í kvöld.“
Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira