Manchester United sagðir undirbúa tilboð í Jordan Pickford Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 11:30 Jordan Pickford er markvörður Everton og enska landsliðsins Twitter@WhoScored Fjölmargir breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að orðið á götunni sé að Manchester United séu að undirbúa 45 milljóna punda tilboð í Jordan Pickford, markvörð Everton. Samningur David de Gea við United rennur út um mánaðarmótin. De Gea skrifaði undir fjögurra ára samning við United 2019 og er launahæsti leikmaður félagsins með 375.000 pund í laun á viku. Samingaviðræður um nýjan samning hafa verið í gangi en talið er að United vilji lækka laun de Gea í 200.000 pund á viku. Það væri vissulega töluverð launalækkun fyrir de Gea, en samt engin lúsarlaun. Tilboð United í Pickford er sagt fela í sér þessi sömu laun, þ.e. 200.000 pund á viku, sem myndi tvöfalda þá upphæð sem hann þénar nú hjá Everton. Everton er með hæsta launakostnað allra liða í deildinni fyrir utan topp sex, en liðið bjargaði sér frá falli í síðustu umferð deildarinnar og stjórnendur liðsins horfa eflaust hýru auga til þess að lækka launakostnað liðsins. De Gea verður eins og áður sagði samningslaus 1. júlí en hefur enn sem komið er ekki verið sagður formlega á förum frá United þar sem nýr samningur er á borðinu. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, bæði frá aðdáendum liðsins og stjóra þess, Eric ten Hag, en það verður ekki af honum tekið að enginn hélt oftar hreinu en hann í deildinni í vetur, eða 17 sinnum, og hlaut hann gullhanskann að launum. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00 Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30 De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
De Gea skrifaði undir fjögurra ára samning við United 2019 og er launahæsti leikmaður félagsins með 375.000 pund í laun á viku. Samingaviðræður um nýjan samning hafa verið í gangi en talið er að United vilji lækka laun de Gea í 200.000 pund á viku. Það væri vissulega töluverð launalækkun fyrir de Gea, en samt engin lúsarlaun. Tilboð United í Pickford er sagt fela í sér þessi sömu laun, þ.e. 200.000 pund á viku, sem myndi tvöfalda þá upphæð sem hann þénar nú hjá Everton. Everton er með hæsta launakostnað allra liða í deildinni fyrir utan topp sex, en liðið bjargaði sér frá falli í síðustu umferð deildarinnar og stjórnendur liðsins horfa eflaust hýru auga til þess að lækka launakostnað liðsins. De Gea verður eins og áður sagði samningslaus 1. júlí en hefur enn sem komið er ekki verið sagður formlega á förum frá United þar sem nýr samningur er á borðinu. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, bæði frá aðdáendum liðsins og stjóra þess, Eric ten Hag, en það verður ekki af honum tekið að enginn hélt oftar hreinu en hann í deildinni í vetur, eða 17 sinnum, og hlaut hann gullhanskann að launum.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00 Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30 De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
De Gea fær gullhanskann sama hvað Markvörður Manchester Untied, David De Gea, hefur fengið á sig 41 mark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enginn markvörður deildarinnar hefur hins vegar haldið marki sínu jafn oft hreinu og Spánverjinn. 14. maí 2023 07:00
Kennir boltanum um lélegar spyrnur De Geas Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að boltinn sem er notaður í Evrópudeildinni geti skýrt hversu illa markverðinum David De Gea gekk að sparka í leiknum gegn Real Betis á fimmtudaginn. 13. mars 2023 07:30
De Gea bætti met Schmeichel í úrslitaleiknum Spænski markvörðurinn David de Gea skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska stórveldinu Manchester United með því að halda marki sínu hreinu í úrslitaleik gegn Newcastle í enska deildabikarnum í gær. 27. febrúar 2023 07:00