Keahótel taka við Hótel Grímsborgum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 14:31 Páll L. Sigurjónsson og Helga Guðný Margrétardóttir við Hótel Grímsborgir. Kea hótel Keahótel hafa tekið við rekstri Hótel Grímsborga í Grímsnesi, með undirritun samnings þess efnis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kea Hótelum. Þar kemur fram að samningurinn sé til tuttugu ára og nær hann yfir alla starfsemi hótelsins, þar með talið veitingastað, funda- og ráðstefnusali og veisluþjónustu. Grímsborgir eru tíunda hótelið undir hatti Keahótela, sem rekur fyrir hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík og á Siglufirði. Ólafur Laufdal, veitingamaður, hefur rekið Hótel Grímsborgir um árabil þar til nú. Í tilkynningunni segir að Grímsborgir verði í meginatriðum reknar í óbreyttri mynd, þar sem áhersla verðurlögð á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn og fyrirtæki. Segir að auk glæsilegrar gistiaðstöðu fyrir 240 gesti býður Hótel Grímsborgir upp á mjög góða aðstöðu og þjónustu fyrir hvers kyns fundi og veislur, kynningar, ráðstefnur, hópefli og aðra viðburði. Haft er eftir Páli L. Sigurjónssyni, forstjóra Keahótela, að Hótel Grímsborgir smellpassi inn í rekstur Keahótela og er hann bjartsýnn á framhaldið. „Við tökum við góðu búi og hlökkum til að vinna með frábæru starfsfólki Hótel Grímsborga, sem hefur náð einstökum árangri á undanförnum árum með góðri þjónustu og aðbúnaði. Það er sérstaklega áhugavert hversu mikil eftirspurn er eftir funda- og vinnuferðaþjónustu frá innlendum og erlendum fyrirtækjum. Við munum leggja aukna áherslu á slíkt, enda eru Grímsborgir stutt frá Reykjavík og henta því vel í vinnutengda þjónustu,” segir Páll. Helga Guðný Margrétar, hótelstjóri á Hótel Grímsborgum, tekur í sama streng í tilkynningunni og segir hún mikil tækifæri fólgin í breytingunni. „Það er mikil eftirvænting í okkar hópi og það er gaman verða hluti af einni stærstu hótelkeðju landsins. Við munum bæði læra af öðrum hótelum innan keðjunnar og deila okkar reynslu og þekkingu, til að hámarka ánægju okkar gesta – hvort sem þeir halda hér upp á brúðkaupsafmælið sitt, mæta á vinnufundi eða eru á ferð um Gullna hringinn. Það eru spennandi tímar framundan,” segir Helga Guðný. Grímsnes- og Grafningshreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Þar kemur fram að samningurinn sé til tuttugu ára og nær hann yfir alla starfsemi hótelsins, þar með talið veitingastað, funda- og ráðstefnusali og veisluþjónustu. Grímsborgir eru tíunda hótelið undir hatti Keahótela, sem rekur fyrir hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík og á Siglufirði. Ólafur Laufdal, veitingamaður, hefur rekið Hótel Grímsborgir um árabil þar til nú. Í tilkynningunni segir að Grímsborgir verði í meginatriðum reknar í óbreyttri mynd, þar sem áhersla verðurlögð á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn og fyrirtæki. Segir að auk glæsilegrar gistiaðstöðu fyrir 240 gesti býður Hótel Grímsborgir upp á mjög góða aðstöðu og þjónustu fyrir hvers kyns fundi og veislur, kynningar, ráðstefnur, hópefli og aðra viðburði. Haft er eftir Páli L. Sigurjónssyni, forstjóra Keahótela, að Hótel Grímsborgir smellpassi inn í rekstur Keahótela og er hann bjartsýnn á framhaldið. „Við tökum við góðu búi og hlökkum til að vinna með frábæru starfsfólki Hótel Grímsborga, sem hefur náð einstökum árangri á undanförnum árum með góðri þjónustu og aðbúnaði. Það er sérstaklega áhugavert hversu mikil eftirspurn er eftir funda- og vinnuferðaþjónustu frá innlendum og erlendum fyrirtækjum. Við munum leggja aukna áherslu á slíkt, enda eru Grímsborgir stutt frá Reykjavík og henta því vel í vinnutengda þjónustu,” segir Páll. Helga Guðný Margrétar, hótelstjóri á Hótel Grímsborgum, tekur í sama streng í tilkynningunni og segir hún mikil tækifæri fólgin í breytingunni. „Það er mikil eftirvænting í okkar hópi og það er gaman verða hluti af einni stærstu hótelkeðju landsins. Við munum bæði læra af öðrum hótelum innan keðjunnar og deila okkar reynslu og þekkingu, til að hámarka ánægju okkar gesta – hvort sem þeir halda hér upp á brúðkaupsafmælið sitt, mæta á vinnufundi eða eru á ferð um Gullna hringinn. Það eru spennandi tímar framundan,” segir Helga Guðný.
Grímsnes- og Grafningshreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira