„Erfiðar aðstæður; hvernig Ísland spilaði, völlurinn og sú staðreynd að við erum að spila um kvöldið og sólin skín enn. Mjög mikilvæg þrjú stig fyrir okkur, það er ekki auðvelt að koma hingað og ná í þrjú stig. Það skiptir meira máli en frammistaðan,“ bætti hann við.

Þá var Dias spurður út í Cristiano Ronaldo en hann skoraði sigurmark Portúgals í það sem var hans 200. leikur fyrir þjóð sína.
„Fyrst af öllu erum við mjög hamingjusamir fyrir hans hönd. Augljóslega, þetta hefur verið löng leið. Hann mun halda áfram. Mjög sérstakt fyrir hann að fá að fagna þessum áfanga með marki og okkur að deila augnablikinu með honum.“
„Hann er enn hér, hann er enn að gera það [skora] svo við erum mjög hamingjusamir,“ sagði Dias að lokum.