Höfum við efni á þessu? Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 21. júní 2023 08:01 Seðlabanki Íslands hefur gefið skýr skilaboð um að tryggja þurfi meira aðhald í ríkisfjármálunum. Á sama tíma er halli á fjárlögum sem nemur um 4% af landsframleiðslu, verðbólga í tæpum 10% og hagvöxtur mælist um 6%. Staðan er ekki beint frábær. Ríkisstjórnin kynnti nýlega tillögur til að vinna gegn verðbólgunni sem miða flestar við tímabilið 2024-2028, og veruleikinn er sá að boðaðar aðgerðir eru fremur smáar í sniðum í stóra samhenginu. Væntingar flestra stóðu til að stigið yrði fast til jarðar samstundis, enda þörfin mikil. Þörfin er raunar mikil óháð núverandi efnahagsástandi, breyttar áherslur í rekstri hins opinbera eru í senn nauðsynlegar og tímabærar, enda þróunin ekki sjálfbær til lengdar. Skilvirkni hins opinbera ekki minni í átta ár Í gær voru birtar niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland heldur sæti sínu frá því í fyrra, 16. sæti, en eins og áður erum við neðst Norðurlanda. Matið byggist á mörgum þáttum, en það sem dregur okkur helst niður þetta árið er skilvirkni hins opinbera, þá helst er snýr að stofnanaumgjörð og regluverki atvinnulífsins. Hvað þann mælikvarða varðar, skilvirkni hins opinbera, höfum við ekki mælst lægri í átta ár. Ljóst er að umsvif hins opinbera hafa vaxið hratt á síðustu árum, á skjön við þróun einkageirans. Það er ekkert launungarmál að hið opinbera hefur farið fram úr þeim launahækkunum sem samið hefur verið um á almennum markaði undanfarinn áratug, sem hafa verið langt umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði og verðmætasköpun. Þannig hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað um rúm 40% frá ársbyrjun 2019 og ríkis um tæp 30%. Þessi þróun hefur orðið til þess að Ísland ver tæpum 16% af verðmætasköpun í laun opinberra starfsmanna, samanborið við 11% meðaltal ESB ríkja meðal OECD. Þetta er einnig hærra hlutfall en hjá nokkru öðru þróuðu ríki, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á. Þá starfrækir íslenska ríkið um 160 opinberar stofnanir, að ótöldum nokkrum hundruðum rekstrareininga á sveitarstjórnarstiginu. Það gefur augaleið að örríki eins og Ísland ber hlutfallslega hærri kostnað af því að halda uppi stofnanakerfi hins opinbera en fjölmennari ríki og því er nær hvergi meiri þörf á að horfa til hagræðingarmöguleika en hér, bæði með sameiningu sveitarfélaga og stofnana. Mikilvægt er þó að hrósa því sem vel er gert, en á síðustu árum hafa nokkrir ráðherrar ráðist í mikilvægar breytingar til þess að auka skilvirkni og hagkvæmni í stofnanakerfinu. Stofnanaumhverfið hérlendis er þó enn fjarri því að uppfylla kröfur um hagkvæman og skilvirkan opinberan rekstur. Betur má ef duga skal, af nægu er að taka. Hvar endar þetta? Mikla skattheimtu þarf til þess að standa undir miklum útgjöldum. Skatttekjur hins opinbera eru um 32% af landsframleiðslu og aðeins Svíar eru með þyngri skattbyrði. Hvar endar þetta? Þjóðin eldist og hið opinbera stendur frammi fyrir enn meiri áskorunum þegar kemur að útgjöldum í framtíðinni. OECD spáir því að útgjöld til heilbrigðismála muni tvöfaldast á næstu áratugum. Gleymum ekki áskorunum sem bíða okkar á öðrum sviðum. Opinber útgjöld og skattheimta eru í hæstu hæðum. Haldi þessi vöxtur umsvifa áfram með sama hætti og verið hefur kemur að þeim tímapunkti að skattgreiðslur standa ekki undir rekstri hins opinbera, eða viðvarandi útþensla mun koma harðar niður á þjónustuhlutverki hins opinbera. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda er að skapa sem hagfelldasta umgjörð verðmætasköpunar þannig að lífskjör geti áfram batnað hérlendis. Í því felst meðal annars að fjármunir hins opinbera séu nýttir á skynsamlegan máta. Við höfum einfaldlega ekki efni á öðru en að stjórnvöld sýni stefnufestu og stígi fastar til jarðar. Leita þarf allra leiða til hagræðingar, aukinnar skilvirkni og ekki síst skoða forgangsröðun útgjalda. Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er tímabært að ræða þessi sívaxandi umsvif hins opinbera og kalla eftir því að farið sé betur með peninga skattgreiðenda. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur gefið skýr skilaboð um að tryggja þurfi meira aðhald í ríkisfjármálunum. Á sama tíma er halli á fjárlögum sem nemur um 4% af landsframleiðslu, verðbólga í tæpum 10% og hagvöxtur mælist um 6%. Staðan er ekki beint frábær. Ríkisstjórnin kynnti nýlega tillögur til að vinna gegn verðbólgunni sem miða flestar við tímabilið 2024-2028, og veruleikinn er sá að boðaðar aðgerðir eru fremur smáar í sniðum í stóra samhenginu. Væntingar flestra stóðu til að stigið yrði fast til jarðar samstundis, enda þörfin mikil. Þörfin er raunar mikil óháð núverandi efnahagsástandi, breyttar áherslur í rekstri hins opinbera eru í senn nauðsynlegar og tímabærar, enda þróunin ekki sjálfbær til lengdar. Skilvirkni hins opinbera ekki minni í átta ár Í gær voru birtar niðurstöður úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland heldur sæti sínu frá því í fyrra, 16. sæti, en eins og áður erum við neðst Norðurlanda. Matið byggist á mörgum þáttum, en það sem dregur okkur helst niður þetta árið er skilvirkni hins opinbera, þá helst er snýr að stofnanaumgjörð og regluverki atvinnulífsins. Hvað þann mælikvarða varðar, skilvirkni hins opinbera, höfum við ekki mælst lægri í átta ár. Ljóst er að umsvif hins opinbera hafa vaxið hratt á síðustu árum, á skjön við þróun einkageirans. Það er ekkert launungarmál að hið opinbera hefur farið fram úr þeim launahækkunum sem samið hefur verið um á almennum markaði undanfarinn áratug, sem hafa verið langt umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði og verðmætasköpun. Þannig hafa laun starfsmanna sveitarfélaga hækkað um rúm 40% frá ársbyrjun 2019 og ríkis um tæp 30%. Þessi þróun hefur orðið til þess að Ísland ver tæpum 16% af verðmætasköpun í laun opinberra starfsmanna, samanborið við 11% meðaltal ESB ríkja meðal OECD. Þetta er einnig hærra hlutfall en hjá nokkru öðru þróuðu ríki, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á. Þá starfrækir íslenska ríkið um 160 opinberar stofnanir, að ótöldum nokkrum hundruðum rekstrareininga á sveitarstjórnarstiginu. Það gefur augaleið að örríki eins og Ísland ber hlutfallslega hærri kostnað af því að halda uppi stofnanakerfi hins opinbera en fjölmennari ríki og því er nær hvergi meiri þörf á að horfa til hagræðingarmöguleika en hér, bæði með sameiningu sveitarfélaga og stofnana. Mikilvægt er þó að hrósa því sem vel er gert, en á síðustu árum hafa nokkrir ráðherrar ráðist í mikilvægar breytingar til þess að auka skilvirkni og hagkvæmni í stofnanakerfinu. Stofnanaumhverfið hérlendis er þó enn fjarri því að uppfylla kröfur um hagkvæman og skilvirkan opinberan rekstur. Betur má ef duga skal, af nægu er að taka. Hvar endar þetta? Mikla skattheimtu þarf til þess að standa undir miklum útgjöldum. Skatttekjur hins opinbera eru um 32% af landsframleiðslu og aðeins Svíar eru með þyngri skattbyrði. Hvar endar þetta? Þjóðin eldist og hið opinbera stendur frammi fyrir enn meiri áskorunum þegar kemur að útgjöldum í framtíðinni. OECD spáir því að útgjöld til heilbrigðismála muni tvöfaldast á næstu áratugum. Gleymum ekki áskorunum sem bíða okkar á öðrum sviðum. Opinber útgjöld og skattheimta eru í hæstu hæðum. Haldi þessi vöxtur umsvifa áfram með sama hætti og verið hefur kemur að þeim tímapunkti að skattgreiðslur standa ekki undir rekstri hins opinbera, eða viðvarandi útþensla mun koma harðar niður á þjónustuhlutverki hins opinbera. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda er að skapa sem hagfelldasta umgjörð verðmætasköpunar þannig að lífskjör geti áfram batnað hérlendis. Í því felst meðal annars að fjármunir hins opinbera séu nýttir á skynsamlegan máta. Við höfum einfaldlega ekki efni á öðru en að stjórnvöld sýni stefnufestu og stígi fastar til jarðar. Leita þarf allra leiða til hagræðingar, aukinnar skilvirkni og ekki síst skoða forgangsröðun útgjalda. Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er tímabært að ræða þessi sívaxandi umsvif hins opinbera og kalla eftir því að farið sé betur með peninga skattgreiðenda. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar