Fær skilaboð frá ókunnugum Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 22. júní 2023 13:40 Ísabella Þorvaldsdóttir ræddi Miss Supranational keppnina við Gústa B á FM957. ARNÓR TRAUSTI „Ef maður vinnur Miss Supranational þá flyturðu til Bangkok og verður með þennan titil í ár og gerir alls konar skemmtilegt. Þú færð að ferðast um heiminn, vinna alls konar góðgerðarstörf svo þetta er voða stórt. Engin íslensk stelpa hefur unnið Miss Supranational hingað til en kannski við breytum því í ár,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir hlæjandi. Ísabella hlaut titilinn Miss Supranational Iceland í fyrrasumar og nú heldur hún til Póllands þar sem hún mætir sömu titilhöfum frá sextíu og sjö öðrum löndum. „Það verður mjög gaman að sjá alla þessa menningu koma saman. Ég er náttúrulega búin að sjá þessar stelpur, svo fallegar, allar geggjaðar. Ég er búin að tala við nokkrar, svo skemmtilegar og ég hlakka mjög mikið til að fá að hitta þær in person.“ Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Ísabellu. Vill opna umræðuna um líffæragjafir „Í Supranational þá erum við öll með góðgerðarstarf sem við vinnum í okkar landi. Ég er að vinna með Barnaspítalanum og mig langar mjög mikið að safna pening fyrir þau í framtíðinni. Ég stend fyrir líffæragjöf þar sem ég fékk nýra úr pabba mínum þegar ég var þiggja ára.“ Þá vill Ísabella opna umræðuna um líffæragjafir: „Mig langar að gera það svona ekki tabú lengur.“ Ísabella var aðeins þriggja ára þegar hún gekk undir nýrnaskiptiaðgerð.INSTAGRAM Margir þættir sem dómararnir taka inn í jöfnuna „Það er náttúrulega alltaf horft á það hvernig þú berð þig, hvernig þú ert á sviði, hvernig þú kemur fram og hvernig þú talar,“ segir Ísabella um það sem dómararnir skoða þegar raðað er í sæti. „Við tölum við dómarana í svona dómaraviðtali. Þá eru þeir bara að dæma hvernig þú ert.“ Aðspurð hvernig tilfinning það sé að standa fyrir framan dómara sem gefa henni einkunn segir Ísabella það stressandi: „Dómarinn er bara að horfa á þig: Hmm hvernig ber hún sig? Hvernig svarar hún? Ég held að það sé mest stressandi parturinn en líka ótrúlega gaman.“ Hún segir ferlið vera mjög uppbyggjandi og sjálfstraustið búið að fara hækkandi eftir keppnina. Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? „Þetta er stórt show. Það eru margir sem hugsa: Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? En þetta er svo mikið stærra. Þetta er alveg bara glimmerið og ljósin og náttúrulega djókin hjá Evu [Ruza], sem er náttúrulega yndisleg,“ segir Ísabella varðandi Miss Universe Iceland keppnina hér heima. Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur séð um að kynna hana. „Manúela [Ósk] og Jorge, eigendur keppninnar, hafa gert þetta virkilega skemmtilegt og mjög svona safe. Allar stelpurnar sem keppa líður ótrúlega vel hjá þeim og líður vel með að fara á þetta svið.“ Þá bætir Ísabella við að þær stelpurnar fái góða og mikla þjálfun áður en þær stíga á stóra sviðið: „Svo það er engin stelpa sem líður illa.“ ARNÓR TRAUSTI Flýgur út til Póllands á sunnudaginn „Ég fer út á sunnudaginn, þetta er bara að gerast,“segir Ísabella sem er bersýnilega spennt fyrir komandi ferðalagi. „Ég verð þarna í þrjár vikur fyrir keppni svo það verður spennandi.“ Keppnin sjálf er haldin 14. júlí í borginni Nowy Sącz og stelpurnar sem keppa sitja ekki auðum höndum þangað til. „Við erum alltaf að gera eitthvað á hverjum einasta degi. Það er alls konar góðgerðarstarfsemi sem við vinnum með. Við erum náttúrulega á æfingum alla daga fyrir þetta seinasta show. Líka að kynnast og bara njóta, ég þarf að muna að njóta og hafa gaman.“ Ísabella segir mikilvægt að leyfa stressinu ekki að taka yfir. „Ég er svona að reyna að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt því ég myndi örugglega verða mjög stressuð ef ég væri að hugsa bara: Guð, ég verð þarna á sviðinu, allir horfandi á mig og dómararnir að dæma mig. Svo ég reyni að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt og tækifæri til þess að hafa gaman og kynnast öllum.“ Þá hefur Ísabella líka fengið skilaboð úr ókunnugum áttum. „Þetta er svakalegt því það er mikið af fólki sem sendir á mig og mér finnst það svolítið skrýtið þar sem ég er bara stelpa úr Garðabæ og svo kemur eitthvað fólk sem er bara: Oh my god. Ég held með þér. Og ég er bara: Ó, ókei.“ Hægt verður að horfa á keppnina Miss Supranational 2023 í beinu streymi á Youtube hinn 14. júlí. „Allir að styðja Ísland,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir að lokum. FM957 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Ísabella hlaut titilinn Miss Supranational Iceland í fyrrasumar og nú heldur hún til Póllands þar sem hún mætir sömu titilhöfum frá sextíu og sjö öðrum löndum. „Það verður mjög gaman að sjá alla þessa menningu koma saman. Ég er náttúrulega búin að sjá þessar stelpur, svo fallegar, allar geggjaðar. Ég er búin að tala við nokkrar, svo skemmtilegar og ég hlakka mjög mikið til að fá að hitta þær in person.“ Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Ísabellu. Vill opna umræðuna um líffæragjafir „Í Supranational þá erum við öll með góðgerðarstarf sem við vinnum í okkar landi. Ég er að vinna með Barnaspítalanum og mig langar mjög mikið að safna pening fyrir þau í framtíðinni. Ég stend fyrir líffæragjöf þar sem ég fékk nýra úr pabba mínum þegar ég var þiggja ára.“ Þá vill Ísabella opna umræðuna um líffæragjafir: „Mig langar að gera það svona ekki tabú lengur.“ Ísabella var aðeins þriggja ára þegar hún gekk undir nýrnaskiptiaðgerð.INSTAGRAM Margir þættir sem dómararnir taka inn í jöfnuna „Það er náttúrulega alltaf horft á það hvernig þú berð þig, hvernig þú ert á sviði, hvernig þú kemur fram og hvernig þú talar,“ segir Ísabella um það sem dómararnir skoða þegar raðað er í sæti. „Við tölum við dómarana í svona dómaraviðtali. Þá eru þeir bara að dæma hvernig þú ert.“ Aðspurð hvernig tilfinning það sé að standa fyrir framan dómara sem gefa henni einkunn segir Ísabella það stressandi: „Dómarinn er bara að horfa á þig: Hmm hvernig ber hún sig? Hvernig svarar hún? Ég held að það sé mest stressandi parturinn en líka ótrúlega gaman.“ Hún segir ferlið vera mjög uppbyggjandi og sjálfstraustið búið að fara hækkandi eftir keppnina. Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? „Þetta er stórt show. Það eru margir sem hugsa: Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? En þetta er svo mikið stærra. Þetta er alveg bara glimmerið og ljósin og náttúrulega djókin hjá Evu [Ruza], sem er náttúrulega yndisleg,“ segir Ísabella varðandi Miss Universe Iceland keppnina hér heima. Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur séð um að kynna hana. „Manúela [Ósk] og Jorge, eigendur keppninnar, hafa gert þetta virkilega skemmtilegt og mjög svona safe. Allar stelpurnar sem keppa líður ótrúlega vel hjá þeim og líður vel með að fara á þetta svið.“ Þá bætir Ísabella við að þær stelpurnar fái góða og mikla þjálfun áður en þær stíga á stóra sviðið: „Svo það er engin stelpa sem líður illa.“ ARNÓR TRAUSTI Flýgur út til Póllands á sunnudaginn „Ég fer út á sunnudaginn, þetta er bara að gerast,“segir Ísabella sem er bersýnilega spennt fyrir komandi ferðalagi. „Ég verð þarna í þrjár vikur fyrir keppni svo það verður spennandi.“ Keppnin sjálf er haldin 14. júlí í borginni Nowy Sącz og stelpurnar sem keppa sitja ekki auðum höndum þangað til. „Við erum alltaf að gera eitthvað á hverjum einasta degi. Það er alls konar góðgerðarstarfsemi sem við vinnum með. Við erum náttúrulega á æfingum alla daga fyrir þetta seinasta show. Líka að kynnast og bara njóta, ég þarf að muna að njóta og hafa gaman.“ Ísabella segir mikilvægt að leyfa stressinu ekki að taka yfir. „Ég er svona að reyna að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt því ég myndi örugglega verða mjög stressuð ef ég væri að hugsa bara: Guð, ég verð þarna á sviðinu, allir horfandi á mig og dómararnir að dæma mig. Svo ég reyni að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt og tækifæri til þess að hafa gaman og kynnast öllum.“ Þá hefur Ísabella líka fengið skilaboð úr ókunnugum áttum. „Þetta er svakalegt því það er mikið af fólki sem sendir á mig og mér finnst það svolítið skrýtið þar sem ég er bara stelpa úr Garðabæ og svo kemur eitthvað fólk sem er bara: Oh my god. Ég held með þér. Og ég er bara: Ó, ókei.“ Hægt verður að horfa á keppnina Miss Supranational 2023 í beinu streymi á Youtube hinn 14. júlí. „Allir að styðja Ísland,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir að lokum.
FM957 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira