Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 23:01 Rory McIlroy sáttur eftir að hafa farið holu í höggi. Vísir/Getty Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut. Rory McIlroy hefur leikið á PGA-mótaröðinni í fjölmörg ár en hann vann sinn fyrsta sigur á þar árið 2010 en alls hefur hann fagnað sigri á tuttugu og þremur mótum á mótaröðinni. Hann hefur hins vegar aldrei náð því að fara holu í höggi á mótaröðinni - fyrr en í kvöld. Hann náði draumahögginu á áttundu holu á Travelers Championship mótinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Brautin er tæpir 200 metrar að lengd og náði Rory högginu á fyrsta hring mótsins. ACE FOR RORY!@McIlroyRory holes it from 214 yards @TravelersChamp pic.twitter.com/bKUfts2RvU— PGA TOUR (@PGATOUR) June 22, 2023 Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rory nær að fara holu í höggi a ferlinum því hann náði því árið 2015 á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi en það mót var ekki hluti af PGA-mótaröðinni. Fyrsti hringur Rory á mótinu var ansi skrautlegur. Hann lauk hringum á tveimur undir pari, náði fimm fuglum fyrir utan ásinn sem hann fékk á áttundu braut en spilaði fimm holur yfir pari. Bandaríkjamaðurinn Denny McCarthy er efstur á níu höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Keegan Bradley er í öðru sæti einu höggi á eftir. Golf Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Rory McIlroy hefur leikið á PGA-mótaröðinni í fjölmörg ár en hann vann sinn fyrsta sigur á þar árið 2010 en alls hefur hann fagnað sigri á tuttugu og þremur mótum á mótaröðinni. Hann hefur hins vegar aldrei náð því að fara holu í höggi á mótaröðinni - fyrr en í kvöld. Hann náði draumahögginu á áttundu holu á Travelers Championship mótinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Brautin er tæpir 200 metrar að lengd og náði Rory högginu á fyrsta hring mótsins. ACE FOR RORY!@McIlroyRory holes it from 214 yards @TravelersChamp pic.twitter.com/bKUfts2RvU— PGA TOUR (@PGATOUR) June 22, 2023 Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rory nær að fara holu í höggi a ferlinum því hann náði því árið 2015 á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi en það mót var ekki hluti af PGA-mótaröðinni. Fyrsti hringur Rory á mótinu var ansi skrautlegur. Hann lauk hringum á tveimur undir pari, náði fimm fuglum fyrir utan ásinn sem hann fékk á áttundu braut en spilaði fimm holur yfir pari. Bandaríkjamaðurinn Denny McCarthy er efstur á níu höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Keegan Bradley er í öðru sæti einu höggi á eftir.
Golf Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Í beinni: Plzen - Man. Utd | Berjast um sæti meðal efstu átta Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira