„Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 12:01 Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson. Marco Steinbrenner/Getty Images Gísli Þorgeir Kristjánsson stóð uppi sem Evrópumeistari í handbolta sem og verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar eftir að fara úr axlarlið í undanúrslitum. Hann segir helgina hafa verið sturlaða, að þetta sé það sem hann hafi dreymt um frá unga aldri og hvað það skipti hann miklu máli að hafa sitt nánast fólk með sér í höllinni í Köln. „Ég vildi bara gera hvað sem er til að ná Final Four [undanúrslit og úrslit í Meistaradeild Evrópu]. Búið að vera draumur síðan maður var lítill pjakkur. Sjá Aron [Pálmarsson] og allar mínar fyrirmyndir spila í Final Four í Köln, hvaða handboltaleikmanni sem er dreymir um að komast á þetta svið og reyna vinna Meistaradeildina.“ „Sturluð helgi frá A til Ö“ „Þetta er stærsta sviðið svo ég vildi gera allt sem ég gat gert til að komast sem fyrst aftur á gólfið. Þetta var sturluð helgi frá A til Ö. Á heildina litið var þetta gæsahúðarhelgi, þrátt fyrir það sem kom fyrir mig og mína öxl.“ Hvað flaug í gegnum höfuðið á Gísla Þorgeiri þegar hann meiddist á öxl í undanúrslitunum? „Man að ég lá á gólfinu, með öxlina ekki í lið og ég hugsaði með mér „Hvað núna?“ Held að fljótlega hafi liðið yfir mig, sem hjálpaði því þegar mér var kippt aftur í lið náði ég að slaka svo svakalega vel á öllu kerfinu svo það gekk í sjálfu sér mjög vel.“ „Þetta var svakalegt augnablik, og sjokk fyrir mig að hafa lent í þessu. Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn. Var búinn að svo lengi að því að komast og vera með í þessum leikjum, svo var þetta bara búið á fimmtíu mínútum.“ „Hann kippir mér í lið á vellinum og svo sé ég strákana klára þennan leik á móti Barcelona, var gjörsamlega sturlað hvernig þeir kláruðu það. Hversu mikið þeir þjöppuðu sér saman, kláruðum þetta í vítakeppni en þeir voru ótrúlega góðir. Leikmenn sem voru ekki búnir að spila mikið í sókn stigu upp og það var algjör gæsahúð að sjá klára þennan leik.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Gísli Þorgeir um meiðslin í undanúrslitum: Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn „Læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki“ „Það gekk svakalega vel að kippa öxlinni aftur í lið. Það komu engin brot við það að kippa öxlinni aftur í lið en það var auðvitað ótrúlega vont að hreyfa öxlina, gat ekkert þannig séð hreyft hana um kvöldið en læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki. Ætluðum að reyna á það næsta dag að sjá hvernig það væri að kasta bolta.“ Ásamt læknateymi Magdeburgar vann Gísli Þorgeir hart að því að koma öxlinni í lag. Ástandið var þó ekki bjart í hádeginu á deginum sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég satt best að segja var bara að drepast í öxlinni allan tímann. Eins vont og það var að kasta - og ég kastaði bara eins og risaeðla, náði ekki að lyfta öxlinni meira en 90 gráður - sagði samt að ef ég myndi losna við verkinn gæti ég fórnað mér í þetta.“ Gísli Þorgeir fórnaði sér svo sannarlega í úrslitaleiknum og uppskar eftir því. Tilfinningarnar leyndu sér ekki. „Ég sver það, ég hef aldrei fundið svona tilfinningu áður. Held ég hafi aldrei fundið svona gleðinni á ævinni. Að ná þessu eftir allt sem ég var búinn að leggja á mig lét tilfinningarnar flæða enn meira hjá mér. Gerði þetta að ógleymanlegasta augnabliki á mínum ferli.“ Ekki nóg með að vinna Meistaradeildina, Gísli Þorgeir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. „Ég var í svo mikilli gleðivímu að ég var ekki að reikna með neinu slíku, var hágrenjandi. Er auðvitað frábær viðurkenning og það var þess virði að fara í gegnum allan þennan skít og uppskera þetta að lokum með því einfaldlega að gefast ekki upp.“ Gleðitár.Marco Steinbrenner/Getty Images „Er að átta mig á hversu stórt þetta er og hversu stórt það er að hafa gert þetta. Augnablik sem ég mun segja börnunum mínum frá í framtíðinni. Eitthvað sem mun aldrei fara frá mér og ég mun alltaf muna eftir. Það sem gerðist um helgina var bara draumurinn minn, þetta var draumur sem varð að veruleika.“ „Held þau [foreldrar Gísla Þorgeirs] hafi verið meira grátandi en ég, ef það var hægt. Fannst svo gaman að þau voru þarna í höllinni með mér, kærastan mín líka og bestu vinir mínir. Var svo gaman að sjá öll sem ég elska mest í lífinu vera með mér og upplifa þetta augnablik með mér. Gerði gríðarlega mikið fyrir mig,“ sagði Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Handbolti Pólski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Ég vildi bara gera hvað sem er til að ná Final Four [undanúrslit og úrslit í Meistaradeild Evrópu]. Búið að vera draumur síðan maður var lítill pjakkur. Sjá Aron [Pálmarsson] og allar mínar fyrirmyndir spila í Final Four í Köln, hvaða handboltaleikmanni sem er dreymir um að komast á þetta svið og reyna vinna Meistaradeildina.“ „Sturluð helgi frá A til Ö“ „Þetta er stærsta sviðið svo ég vildi gera allt sem ég gat gert til að komast sem fyrst aftur á gólfið. Þetta var sturluð helgi frá A til Ö. Á heildina litið var þetta gæsahúðarhelgi, þrátt fyrir það sem kom fyrir mig og mína öxl.“ Hvað flaug í gegnum höfuðið á Gísla Þorgeiri þegar hann meiddist á öxl í undanúrslitunum? „Man að ég lá á gólfinu, með öxlina ekki í lið og ég hugsaði með mér „Hvað núna?“ Held að fljótlega hafi liðið yfir mig, sem hjálpaði því þegar mér var kippt aftur í lið náði ég að slaka svo svakalega vel á öllu kerfinu svo það gekk í sjálfu sér mjög vel.“ „Þetta var svakalegt augnablik, og sjokk fyrir mig að hafa lent í þessu. Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn. Var búinn að svo lengi að því að komast og vera með í þessum leikjum, svo var þetta bara búið á fimmtíu mínútum.“ „Hann kippir mér í lið á vellinum og svo sé ég strákana klára þennan leik á móti Barcelona, var gjörsamlega sturlað hvernig þeir kláruðu það. Hversu mikið þeir þjöppuðu sér saman, kláruðum þetta í vítakeppni en þeir voru ótrúlega góðir. Leikmenn sem voru ekki búnir að spila mikið í sókn stigu upp og það var algjör gæsahúð að sjá klára þennan leik.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Gísli Þorgeir um meiðslin í undanúrslitum: Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn „Læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki“ „Það gekk svakalega vel að kippa öxlinni aftur í lið. Það komu engin brot við það að kippa öxlinni aftur í lið en það var auðvitað ótrúlega vont að hreyfa öxlina, gat ekkert þannig séð hreyft hana um kvöldið en læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki. Ætluðum að reyna á það næsta dag að sjá hvernig það væri að kasta bolta.“ Ásamt læknateymi Magdeburgar vann Gísli Þorgeir hart að því að koma öxlinni í lag. Ástandið var þó ekki bjart í hádeginu á deginum sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég satt best að segja var bara að drepast í öxlinni allan tímann. Eins vont og það var að kasta - og ég kastaði bara eins og risaeðla, náði ekki að lyfta öxlinni meira en 90 gráður - sagði samt að ef ég myndi losna við verkinn gæti ég fórnað mér í þetta.“ Gísli Þorgeir fórnaði sér svo sannarlega í úrslitaleiknum og uppskar eftir því. Tilfinningarnar leyndu sér ekki. „Ég sver það, ég hef aldrei fundið svona tilfinningu áður. Held ég hafi aldrei fundið svona gleðinni á ævinni. Að ná þessu eftir allt sem ég var búinn að leggja á mig lét tilfinningarnar flæða enn meira hjá mér. Gerði þetta að ógleymanlegasta augnabliki á mínum ferli.“ Ekki nóg með að vinna Meistaradeildina, Gísli Þorgeir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. „Ég var í svo mikilli gleðivímu að ég var ekki að reikna með neinu slíku, var hágrenjandi. Er auðvitað frábær viðurkenning og það var þess virði að fara í gegnum allan þennan skít og uppskera þetta að lokum með því einfaldlega að gefast ekki upp.“ Gleðitár.Marco Steinbrenner/Getty Images „Er að átta mig á hversu stórt þetta er og hversu stórt það er að hafa gert þetta. Augnablik sem ég mun segja börnunum mínum frá í framtíðinni. Eitthvað sem mun aldrei fara frá mér og ég mun alltaf muna eftir. Það sem gerðist um helgina var bara draumurinn minn, þetta var draumur sem varð að veruleika.“ „Held þau [foreldrar Gísla Þorgeirs] hafi verið meira grátandi en ég, ef það var hægt. Fannst svo gaman að þau voru þarna í höllinni með mér, kærastan mín líka og bestu vinir mínir. Var svo gaman að sjá öll sem ég elska mest í lífinu vera með mér og upplifa þetta augnablik með mér. Gerði gríðarlega mikið fyrir mig,“ sagði Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Pólski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira