Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef Íslandsbanka. Þar segir að Íslandsbanki og stjórnendur hans harmi mjög brotin sem fram koma í sáttinni sem gerð var við fjármálaeftirlit Seðlabankans.
„Á hluthafafundinum verður farið ítarlega yfir málsatvik og þær úrbætur og breytingar sem þegar hafa verið gerðar eða eru í vinnslu. Boðað verður til fundarins á næstu dögum,“ segir í tilkynningunni.