Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2023 08:05 Ekki er loku fyrir það skotið að Sven fái að koma inn í Efstaleitið á ný, hann þarf bara að passa sig betur. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. Árið 2022 var fjölmiðlalögum breytt á þann veg að bannað er að auglýsa nikótínvörur af öllum toga. Lögin hafa hins vegar verið skýrð þannig að þau banni ekki auglýsingar fyrir sölustaði nikótínvara. Það hefur verslanakeðjan Svens, sem mætti í raun kalla nikótínpúðarisa, nýtt sér vel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra: Í mars síðastliðnum áframsendi Neytendastofa Fjölmiðlanefnd ábendingar um að Ríkisútvarpið hefði birt auglýsingar fyrir nikótínpúða, ekki bara verslunina Svens. Vísaði til Apple og Steves Jobs heitins Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að fjöldi auglýsinga hafi verið metinn af nefndinni. Um hafi verið að ræða tíu viðskiptaboð, tvær skjáauglýsingar, með annars vegar mynd af teiknuðu persónunni Sven þar sem kemur fram heiti Svens og slagorð og hins vegar mynd af korti með staðsetningu verslana Svens á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ; þrjár stuttar auglýsingar fyrir vefverslun Svens til birtinga í útvarpi og fimm auglýsingar fyrir Svens til birtinga í sjónvarpi. Nefndin sá ekkert athugavert við auglýsingarnar tíu utan tveggja þeirra. Þær voru vísanir til gamalla auglýsinga fyrir iPod/iTunes frá fyrirtækinu Apple og Apple vörukynningar með Sven í hlutverki Steve Jobs, forstjóra Apple. „Í þeirri auglýsingu sem líkist gamalli auglýsingu fyrir iPod/iTunes frá Apple má sjá skuggamynd af persónunni Sven dansa undir rokktónlist með hvítt, hringlaga form í hendi, sem minnir á nikótínpúðadós. Jafnframt sést í hvítar „tennur“ Svens. Textinn „10.000 koddar í vasanum“ birtist undir,“ segir í áliti nefndarinnar. Í auglýsingunni sem vísar til vörukynningar Apple megi sjá Sven ganga inn á svið í hlutverki Jobs heitins og kynna vefverslun Svens. „Þar fer Sven í gegnum vefsverslun Svens í síma og í tölvu en hún er eftirmynd hinnar raunverulegu vefverslunar fyrir utan það að engin vörumerki sjást og allar nikótínpúðadósir í vefversluninni eru hvítar. Í auglýsingunni má greina heiti sumra vörumerkja nikótínvaranna og sést eitt þeirra mjög greinilega. Aftur er Sven með hvítar „tennur“. Auglýsingin endar á dansandi skuggamynd af Sven með hvítt, hringlaga form í hendi, líkt og í iPod/iTunes auglýsingunni.“ Hringlaga form og hvítar tennur urðu RÚV að falli Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að hvíta hringlaga formið sem Sven sést halda á í fyrrgreindri auglýsingunni hafi augljósa skírskotun til nikótínpúðadósa. „Einnig sést í hvítar „tennur“ Sven en þær ná aðeins yfir sama svæði efri góms persónunnar eins og nikótínpúði gerir undir vörum neytenda. Form og lögun „tannanna“ skírskotar til nikótínpúða að mati nefndarinnar, en púðarnir eru stuttir, aflangir og hvítir að lit. Áhersla er því lögð á nikótínvöruna sjálfa að mati Fjölmiðlanefndar og eru sterk hugrenningatengsl við vörurnar til staðar þó ekki sjáist beint í vörur eða vörumerki. Í auglýsingunni birtist einnig textinn „10.000 koddar í vasanum“ en nikótínpúðar eru oft kallaðir „koddar“ eða „púðar“ í daglegu tali.“ Þá segir að í síðarnefndri auglýsingunni megi greina heiti sumra vörumerkja sem seld eru í Svens og eitt þeirra sjáist mjög greinilega. „Að mati Fjölmiðlanefndar eru fyrrgreind viðskiptaboð ekki innan þeirra marka sem lög um fjölmiðla leyfa. Getur nefndin ekki tekið undir þau sjónarmið Ríkisútvarpsins að einungis sé verið að auglýsa sölustaði nikótínvara. Viðskiptaboð þar sem vísað er til nikótínvara og/eða vörumerkja, sýnd meðferð þeirra eða neysla, eða gefið í skyn með öðrum hætti að átt sé við nikótínvörur, hvort sem það er gert beint eða óbeint, teljast til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur að mati nefndarinnar og eru þar með óheimil. Að öðrum kosti myndi bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur ekki þjóna tilgangi sínum,“ segir í áliti nefndarinnar. Nikótínpúðar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Árið 2022 var fjölmiðlalögum breytt á þann veg að bannað er að auglýsa nikótínvörur af öllum toga. Lögin hafa hins vegar verið skýrð þannig að þau banni ekki auglýsingar fyrir sölustaði nikótínvara. Það hefur verslanakeðjan Svens, sem mætti í raun kalla nikótínpúðarisa, nýtt sér vel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra: Í mars síðastliðnum áframsendi Neytendastofa Fjölmiðlanefnd ábendingar um að Ríkisútvarpið hefði birt auglýsingar fyrir nikótínpúða, ekki bara verslunina Svens. Vísaði til Apple og Steves Jobs heitins Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að fjöldi auglýsinga hafi verið metinn af nefndinni. Um hafi verið að ræða tíu viðskiptaboð, tvær skjáauglýsingar, með annars vegar mynd af teiknuðu persónunni Sven þar sem kemur fram heiti Svens og slagorð og hins vegar mynd af korti með staðsetningu verslana Svens á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ; þrjár stuttar auglýsingar fyrir vefverslun Svens til birtinga í útvarpi og fimm auglýsingar fyrir Svens til birtinga í sjónvarpi. Nefndin sá ekkert athugavert við auglýsingarnar tíu utan tveggja þeirra. Þær voru vísanir til gamalla auglýsinga fyrir iPod/iTunes frá fyrirtækinu Apple og Apple vörukynningar með Sven í hlutverki Steve Jobs, forstjóra Apple. „Í þeirri auglýsingu sem líkist gamalli auglýsingu fyrir iPod/iTunes frá Apple má sjá skuggamynd af persónunni Sven dansa undir rokktónlist með hvítt, hringlaga form í hendi, sem minnir á nikótínpúðadós. Jafnframt sést í hvítar „tennur“ Svens. Textinn „10.000 koddar í vasanum“ birtist undir,“ segir í áliti nefndarinnar. Í auglýsingunni sem vísar til vörukynningar Apple megi sjá Sven ganga inn á svið í hlutverki Jobs heitins og kynna vefverslun Svens. „Þar fer Sven í gegnum vefsverslun Svens í síma og í tölvu en hún er eftirmynd hinnar raunverulegu vefverslunar fyrir utan það að engin vörumerki sjást og allar nikótínpúðadósir í vefversluninni eru hvítar. Í auglýsingunni má greina heiti sumra vörumerkja nikótínvaranna og sést eitt þeirra mjög greinilega. Aftur er Sven með hvítar „tennur“. Auglýsingin endar á dansandi skuggamynd af Sven með hvítt, hringlaga form í hendi, líkt og í iPod/iTunes auglýsingunni.“ Hringlaga form og hvítar tennur urðu RÚV að falli Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að hvíta hringlaga formið sem Sven sést halda á í fyrrgreindri auglýsingunni hafi augljósa skírskotun til nikótínpúðadósa. „Einnig sést í hvítar „tennur“ Sven en þær ná aðeins yfir sama svæði efri góms persónunnar eins og nikótínpúði gerir undir vörum neytenda. Form og lögun „tannanna“ skírskotar til nikótínpúða að mati nefndarinnar, en púðarnir eru stuttir, aflangir og hvítir að lit. Áhersla er því lögð á nikótínvöruna sjálfa að mati Fjölmiðlanefndar og eru sterk hugrenningatengsl við vörurnar til staðar þó ekki sjáist beint í vörur eða vörumerki. Í auglýsingunni birtist einnig textinn „10.000 koddar í vasanum“ en nikótínpúðar eru oft kallaðir „koddar“ eða „púðar“ í daglegu tali.“ Þá segir að í síðarnefndri auglýsingunni megi greina heiti sumra vörumerkja sem seld eru í Svens og eitt þeirra sjáist mjög greinilega. „Að mati Fjölmiðlanefndar eru fyrrgreind viðskiptaboð ekki innan þeirra marka sem lög um fjölmiðla leyfa. Getur nefndin ekki tekið undir þau sjónarmið Ríkisútvarpsins að einungis sé verið að auglýsa sölustaði nikótínvara. Viðskiptaboð þar sem vísað er til nikótínvara og/eða vörumerkja, sýnd meðferð þeirra eða neysla, eða gefið í skyn með öðrum hætti að átt sé við nikótínvörur, hvort sem það er gert beint eða óbeint, teljast til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur að mati nefndarinnar og eru þar með óheimil. Að öðrum kosti myndi bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur ekki þjóna tilgangi sínum,“ segir í áliti nefndarinnar.
Nikótínpúðar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01