Í frétt Morgunblaðsins segir að í hópi smitaðra séu eldri borgarar frá Akureyri og úr Skagafirði, erlendir ferðamenn og starfsfólk hótelsins. Þá hafi einn úr hópi eldri borgaranna verið lagður inn á sjúkrahús á Akureyri vegna veikinda tengdum sýkingunni eftir heimkomu að austan.
Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi, segir í samtali við Morgunblaðið að hótelið hafi gripið til viðeigandi ráðstafana og sótthreinsað staðinn. Hann segir heppilegt að fáir hafi átt bókað á hótelinu um helgina.
Þá kemur fram að veitingastað hótelsins hafi veri lokað tímabundið vegna hópsýkingarinnar.