Deilur um laun og önnur mikilvæg atriði í kringum umgjörð landsliðsins náðu hámarki í gær þegar landsliðið átti að spila síðasta undirbúningsleik fyrir heimsmeistaramótið.
Leikmenn landsliðsins ákváðu að mótmæla stöðunni með því að skrópa í leikinn á móti Botsvana í gær.
CAPE TOWN, South Africa (AP) A standoff between South Africa's Women's World Cup squad and the national soccer association over pay and other issues forced officials to field a makeshift team of little-known players that included a 13-year-old for a gamehttps://t.co/Eqhxv4VyL3
— MSN Canada (@MSNca) July 2, 2023
Forráðamenn suður-afríska knattspyrnusambandsins náðu þó að hóa saman í lið en það þýddi að einn leikmaður þess var þrettán ára stúlka. Leikmennirnir komur allir úr félögum af svæðinu.
Knattspyrnusamband Suður-Afríku þurfti að seinka leiknum um klukkutíma á meðan safnað var í lið.
Það þarf ekki að koma á óvart að landslið Suður-Afríku tapaði þessum leik 5-0 eftir að hafa verið 4-0 undir í hálfleik.
Leikmenn landsliðsins mættu ekki á völlinn fyrr en í hálfleik en létu þá sjá sig á áhorfendastæðunum. Þær eru mjög ósáttar með léleg laun og dapran aðbúnað liðsins.
Suður-Afríka er í G- riðli á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en fyrsti leikur liðins er á móti Svíþjóð 23. júlí næstkomandi. Ítalía og Argentína eru hin liðin í riðlinum.