Áður hafa leikmenn keppt með slæðu á mótum yngri landsliða en Benzina verður sú fyrsta á heimsmeistaramóti fullorðinna sem keppir með slæðu.
Marokkó skráði sig á spjöld sögunnar með því að vera fyrsta Norður-Afríkuþjóðin og fyrsta arabalandið til að spila í úrslitaleik álfukeppni en liðið vann sigur á sterku landsliði Nígeríu í undanúrslitaleik WAFCON í fyrra.
Árið 2007 bannaði Fifa allan höfuðbúnað í leikjum og bar fyrir sig öryggishættu. Sjö árum síðar var reglan felld úr gildi en mörg knattspyrnusambönd, til dæmis það franska, bannaði enn leikmönnum að spila með slæðu eða álíka höfuðfat, þar til fyrir tveimur vikum síðar þegar dómstóll í Frakklandi felldi bannið úr gildi.
Af 736 leikmönnum á mótinu verður Benzina sú eina sem spilar með slæðu en Marokkó er í riðli með Þýskalandi, Kólumbíu og Suður-Kóreu.