Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2023 07:48 Ferðamenn í Róm. AP/Gregorio Borgia Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir fyrstu daga júlí hafa verið þá heitustu í sögunni en Geimvísindastofnun Evrópu gaf það út á dögunum að júní hefði jafnframt verið sá heitasti. Þá birtist nýlega grein í Nature Medicine þar sem greint var frá því að í Evrópu hefðu 60 þúsund manns látist vegna hita síðasta sumar. Maður reynir að kæla sig í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Gert er ráð fyrir allt að 47 stiga hita í Sardiníu og 46 eða 45 stigum í Puglia og á Sikiley. Þá gæti hitinn í Róm náð 43 eða 42 stigum á morgun. Sextán borgir eru á viðvörunarstigi vegna hita, sem þýðir að hann gæti mögulega ógnað heilsu fólks. Hitinn gæti náð 20 stigum á næturna og gert fólki erfitt fyrir með svefn. Fjögur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma í kjölfar gróðurelda og viðvaranir hafa verið gefnar út vegna Gran Canaria og Tenerife. Á Grikklandi er Akrópólis enn lokuð yfir daginn til að vernda ferðamenn en spáð er hita yfir 40 stigum næstu sex daga frá og með fimmtudeginum. Börn að leik í gosbrunni í Los Angeles.AP/Richard Vogel Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Hitaviðvaranir eru einnig í gildi í Japan, þar sem hitinn hefur víða farið yfir 40 stig. Loftslagsmál Ítalía Grikkland Spánn Marokkó Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir fyrstu daga júlí hafa verið þá heitustu í sögunni en Geimvísindastofnun Evrópu gaf það út á dögunum að júní hefði jafnframt verið sá heitasti. Þá birtist nýlega grein í Nature Medicine þar sem greint var frá því að í Evrópu hefðu 60 þúsund manns látist vegna hita síðasta sumar. Maður reynir að kæla sig í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Gert er ráð fyrir allt að 47 stiga hita í Sardiníu og 46 eða 45 stigum í Puglia og á Sikiley. Þá gæti hitinn í Róm náð 43 eða 42 stigum á morgun. Sextán borgir eru á viðvörunarstigi vegna hita, sem þýðir að hann gæti mögulega ógnað heilsu fólks. Hitinn gæti náð 20 stigum á næturna og gert fólki erfitt fyrir með svefn. Fjögur þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma í kjölfar gróðurelda og viðvaranir hafa verið gefnar út vegna Gran Canaria og Tenerife. Á Grikklandi er Akrópólis enn lokuð yfir daginn til að vernda ferðamenn en spáð er hita yfir 40 stigum næstu sex daga frá og með fimmtudeginum. Börn að leik í gosbrunni í Los Angeles.AP/Richard Vogel Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við veðurviðvaranir. Í Las Vegas er því spáð að hitinn gæti farið yfir 46 stig þrjá daga í röð, sem hefur aðeins gerst einu sinni áður. Þá hefur hitinn verið um og yfir 43 stig í Phoenix í tvær vikur. Hitaviðvaranir eru einnig í gildi í Japan, þar sem hitinn hefur víða farið yfir 40 stig.
Loftslagsmál Ítalía Grikkland Spánn Marokkó Hitabylgja í Evrópu 2023 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira