James Harden er ósáttur og sendir vinnuveitendum sínum skilaboð. Harden hefur eytt öllu tengdu Philadelphia 76ers á Instagram og Twitter. Harden setti einnig færslu á Instagram sem varaði við þessari hegðun.
James Harden has removed everything Sixers related from his bio on social media 👀 pic.twitter.com/2HJWE3cMAe
— Sporting News NBA (@sn_nba) July 20, 2023
„Það er kominn tími til þess að vera óþægilegur,“ stóð í færslu James Harden á Instagram story. Skömmu síðar eyddi hann öllu tengdu félaginu á Instagram og Twitter.
"It's time to get uncomfortable."
— Bleacher Report (@BleacherReport) July 20, 2023
James Harden's recent IG story 👀 pic.twitter.com/F5LQJvtlz9
James Harden hefur leikið tíu Stjörnuleiki og árið 2018 var hann kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar. Liðsfélagi Harden í 76ers Joel Embiid var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á síðasta tímabili.
Undanfarin ár hefur James Harden leitt til mikilla vandræða og átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi. Frá árinu 2021 hefur James Harden skipt þrisvar um lið og núna vill hann aftur fara annað.