Úkraínuforseti heitir að svara hryðjuverkum Rússa af hörku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júlí 2023 19:40 Miklar skemmdir urðu á dómkirkjunni í loftárás Rússa. Kirkjan er trúar- og sögulega mikilvæg jafnt í huga Úkraínumanna og Rússa. AP/Jae C. Hong Forseti Úkraínu boðar kröftug viðbrögð við því sem hann kallar hryðjuverkaárásir Rússa á borgir í Úkraínu undanfarnar vikur. Hann vonar einnig að Evrópusambandið aflétti banni á innflutningi á úkraínskum landbúnaðarvörum. Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Allt frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu um Svartahaf fyrir um viku, hafa þeir haldið upp stanslausum loftárásum á útflutningshafnir Úkraínumanna. Messað fyrir utan rústir austurhluta dómkirkjunnar í Odessa.AP/Jae C. Hong Öflugastar hafa árásirnar verið á megin útflutningsborgina Odessa þar sem eldflaugar ollu meðal annars miklum skemmdum á dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í fyrrinótt. Kirkjan stendur í elsta hluta borgarinnar og er trúar- og sögulega mikilvæg bæði í huga Úkraínumanna og Rússa. En það er ekki bara kirkjan. Í loftárásum Rússa í fyrrakvöld skultu þeir nítján eldflaugum að ýmsum gerðum að Odessa til að rugla loftvarnakerfi borgarinnar, sem á erfiðara með að svara mörgum tegundum eldflauga samtímis. Um fimmtíu byggingar, margar sögulegar í gömlu miðborginni á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdust. Hin 31 árs gamli Volodymir leitar að eigum sínum í rústum eftir síðustu loftárás Rússa á Odessa.AP/Jae C. Hong Fjöldi íbúðarhúsa eru rústir einar. Á myndum með þessari frétt sést hinn 31 árs gamli Volodymyr leita að eigum sínum í rústunum. Fólk hjálpast að við að reyna að færa hlutina í eðlilegt horf. „Ég er niðurbrotinn, eins og íbúðin mín. Algerlega niðurbrotinn. En það sem mestu máli skiptir er að það eru engir innviðir hérna. Það er staðreynd. Bara óbreyttir borgarar," sagði Volodymir innan um rústirnar af íbúð sinni í dag. Íbúar Odessa hjálpast að við hreinsunarstörf eftir loftárásir Rússa.AP/Jae C. Hong Nafni hans Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að hryðjuverkum Rússa verði mætt af hörku. „Á fundi í dag ræddum við auðvitað ýtarlega öll mál sem varða varnir gegn hryðjuverkum Rússa með eldflaugum og drónum. Varnir fyrir fólkið okkar, borgirnar, hafnirnar, kornútfutninginn um Svartahaf. Við erum að undirbúa öflug svör við hryðjuverkaárásum Rússa," sagði forsetinn í dag. Finna verði leiðir til að flytja út korn frá landinu. Hann vonist til að tímabundið bann við innflutningi á korni og öðrum matvælum frá Úkraínu til ríkja Evrópusambandsins verði aflétt þegar bannið renni út hinn 15. september. ESB ráðherrar reyna að finna lausnir Úkraína er eitt mikilvægasta útflutningsland í heimi á korni. Rússar hafa eyðilagt um 60 þúsund tonn af korni með loftárásum sínum á Úkraínu undanfarna viku.AP/Efrem Lukatsky Landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag um leiðir til að tryggja fæðuöryggi í heiminum með útflutningi á korni frá Úkraínu. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Rússar slitu samkomulaginu um kornútflutninginn. Korn frá Úkraínu er mikilvægt mörgum ríkjum í Afríku og Asíu og skortur á því og verðhækkanir geta valdið hungursneyð á mörgum stöðum. Þótt ríki austur Evrópu styðji flest Úkraínu mikið í vörnum hennar gegn Rússum tilkynnti Robert Telus landbúnaðarráðherra Póllands á fundinum að Pólland, Slovakia, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría ætli að framlengja bann sitt við innflutningi á korni frá Úkraínu. Löndin framleiða sjálf öll mikið af korni. Kęstutis Navickas landbúnaðarráðherra Litháen leggur til málamiðlun. Í stað þess að flytja kornið til Póllands þar sem það gæti safnast upp og valdið verðlækkunum, verði það flutt til Litháen. Landbúnaðarráðherra Þýskalands virðist styðja þessa tillögu þannig að kornið yrði flutt í lokuðum gámum til hafna í Eystrasaltsríkjunum. Þaðan yrði það svo flutt áfram til Afríku og Asíu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland Litháen Þýskaland Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11
Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. 24. júlí 2023 11:47