Hinn 57 ára gamli Qin Gang, tók við utanríkisráðuneytinu í desember í fyrra, eftir að hafa gegnt embætti sendiherra Kína í Washington. Ekki hefur sést opinberlega til hans síðan þann 25. júní, þegar hann tók á móti diplómötum sem voru að heimsækja Peking, segir í frétt Reuters.
Ráðuneytið lýsti því yfir að hann væri frá vinnu vegna heilsufarsástæðna, en veitti ekki nánari upplýsingar. Kínversk yfirvöld hafa ekki gefið útskýringu á því hvers vegna Qin var vikið úr starfi.
Ja Ian Chong, stjórnmálafræðingur við Alþjóðlega háskólann í Singapúr, segir skort á útskýringum af hálfu yfirvalda skapa fleiri spurningar en hann svarar.
Wang Yi forveri og eftirmaður
Fjarvera Qin er ekki sú fyrsta hjá kínverskum embættismanni sem enn hefur ekki verið útskýrð. Xiao Yaqing, fyrrverandi iðnaðarráðherra Kína hvarf af sjónarsviðinu í heilan mánuð í fyrra áður en í ljós kom að verið væri að rannsaka hann í tengslum við spillingu.
Eftirmaður Qins er hinn 69 ára gamli Wang Yi, er einnog forveri hans. Wang gegndi embættinu á árunum 2013-2022 þar til Qin tók við keflinu. Í fjarveru Qin hefur Wang hlaupið í skarð hans, auk þess að sitja í embætti formanns utanríkismála hjá Kommúnistaflokknum.