Týndur áhrifavaldur fannst sundurlimaður í ferðatösku Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júlí 2023 12:26 Líkamsleifar áhrifavaldsins Fernando Pérez Algaba fundust í rauðri ferðatösku. Hann var líklega myrtur af argentínskum gengjameðlimum vegna skulda. Instagram Líkamsleifar manns fundust sundurlimaðar í rauðri ferðatösku í bænum Ingeniero Budge í Buenos Aires-héraði um helgina. Argentínska lögreglan hefur hafið morðrannsókn í málinu. Börn að leik fundu ferðatöskuna við læk í bænum og tilkynntu foreldrar þeirra málið til lögreglunnar. Í ferðatöskunni fundust fætur og framhandleggur og neðar í læknum fannst handleggur. Á miðvikudag fann lögreglan höfuð og skrokk í læknum. Líkamsleifarnar reyndust vera af hinum 41 árs gamla Fernando Pérez Algaba, rafmyntaríkum milljónamæringi og áhrifavaldi, sem hafði verið saknað frá miðvikudeginum 19. júlí. Við krufningu kom í ljós að Algaba hafði verið skotinn þrisvar áður en líkami hans var bútaður niður. Samkvæmt argentínskum fréttamiðlum virtust atvinnumenn hafa verið að verki þar sem skurðirnir voru mjög snyrtilegir. Leigði út glæsikerrur og sæþotur Algaba sem gekk undir viðurnefninu Lechuga (Salat á íslensku) meðal vina sinna kvaðst hafa farið snemma út í frumkvöðlastarfsemi þegar hann byrjaði fjórtán ára að selja samlokur. Algaba leigði út sæþotur í Miami.Instagram Hann fór síðan út í sölu á notuðum bílum og var kominn með stórt vöruhús af lúxusbílum, mótorhjólum og sæþotum áður en hann varð 24 ára. Fyrr á árinu flutti hann til Miami í Flórída þar sem hann leigði út glæsikerrur og sæþotur. Undanfarin ár rak Algaba einnig skrifstofu í Buenos Aires með yfir 25 starfsmönnum þar sem hann verslaði með rafmyntir. Þá hafði hann sankað að sér miklum fylgjendahópi á Instagram, eða rúmlega 900 þúsund fylgjendum. Algaba flutti til Barcelona á síðasta ári en hafði verið í vikufríi í Argentínu áður en hann hvarf. Óttaðist um líf sitt Ríkidæmi Algaba virðist þó hafa verið á sandi byggt. Hann hafði sankað að sér tæplega hálfrar milljónar króna skuld hjá skattinum í Argentínu eftir að greiðslur hættu að berast frá fyrirtæki hans „Motors Lettuce S.R.L.“ tæpu ári eftir að fyrirtækið var stofnað í janúar 2018. Algaba var með rúmlega 900 þúsund fylgjendur á Instagram og sýndi þar frá íburðarmiklum lífstíl sínum.Instagram Þann 1. október 2022 sendi Algaba skilaboð á vini sína til að segja frá því að hann hefði tapað miklum pening á rafmyntum og væri stórskuldugur. Í skilaboðunum sagði hann „Ef eitthvað kemur fyrir mig, er ég búinn að vara alla við.“ Rodolfo Algaba, bróðir Fernando, sagði í viðtali við fjölmiðla að bróðir sinn hefði verið óheppinn í viðskiptum en hann hefði ekki verið neinn fjársvikari. Hann greindi einnig frá því að Fernando hefði stofnað fyrirtæki sitt sautján ára eftir að hann fékk arf frá föður þeirra. Sögur af harki Algaba eru því líklega ýktar. Lenti upp á kant við ranga menn Samkvæmt argentínska fréttamiðlinum La Nación hafði Algaba lent upp á kant við einn af höfuðpaurum La Barra de Boca, gengi fótboltabulla sem tengist fótboltaliðinu Boca Juniors. Algaba á að hafa skuldað þeim rúma 40 þúsund Bandaríkjadali (um fimm milljónir íslenskra króna). Algaba hitti Gustavo Iglesias, einn af meðlimum Barra de Boca, á bar vegna skuldarinnar. Þar tók hann upp hljóðupptöku af Iglesias. Algaba leigði út lúxuskerrur í Miami og sagðist vera milljónamæringur. Í raun var hann stórskuldugur og lenti upp á kant við ranga menn.Instagram Í henni sagði Iglesias „Ég ætla ekki að drepa þig, ég ætla að gera eitthvað verra, ég ætla að fjarlægja úr þér augun og skera af þér hendurnar þannig þú getir aldrei nokkurn tímann aftur talið peninga. Ég sver á líf barna minn að ég er ekki hræddur við að fara í fangelsi.“ Lögreglan hefur handtekið einn einstakling í tengslum við málið. Það er konan Nicol Alma Chamorro sem lögreglan hafði upp á með því að rekja spor persónuskilríki sem fundust í töskunni. Skilríkin voru í eigu fjölskyldu sem sagðist hafa lánað Chamorro töskuna og gleymt skilríkjunum inni í henni. Chamorro er grunuð um að eiga þátt í morðinu á Algaba en lögreglan telur þó fleiri hafa verið viðriðna morðið. Hverjir það eru er þó enn óvitað. Þá er franski bolabíturinn Kupper sem var í eigu Algaba enn ófundinn. Argentína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Börn að leik fundu ferðatöskuna við læk í bænum og tilkynntu foreldrar þeirra málið til lögreglunnar. Í ferðatöskunni fundust fætur og framhandleggur og neðar í læknum fannst handleggur. Á miðvikudag fann lögreglan höfuð og skrokk í læknum. Líkamsleifarnar reyndust vera af hinum 41 árs gamla Fernando Pérez Algaba, rafmyntaríkum milljónamæringi og áhrifavaldi, sem hafði verið saknað frá miðvikudeginum 19. júlí. Við krufningu kom í ljós að Algaba hafði verið skotinn þrisvar áður en líkami hans var bútaður niður. Samkvæmt argentínskum fréttamiðlum virtust atvinnumenn hafa verið að verki þar sem skurðirnir voru mjög snyrtilegir. Leigði út glæsikerrur og sæþotur Algaba sem gekk undir viðurnefninu Lechuga (Salat á íslensku) meðal vina sinna kvaðst hafa farið snemma út í frumkvöðlastarfsemi þegar hann byrjaði fjórtán ára að selja samlokur. Algaba leigði út sæþotur í Miami.Instagram Hann fór síðan út í sölu á notuðum bílum og var kominn með stórt vöruhús af lúxusbílum, mótorhjólum og sæþotum áður en hann varð 24 ára. Fyrr á árinu flutti hann til Miami í Flórída þar sem hann leigði út glæsikerrur og sæþotur. Undanfarin ár rak Algaba einnig skrifstofu í Buenos Aires með yfir 25 starfsmönnum þar sem hann verslaði með rafmyntir. Þá hafði hann sankað að sér miklum fylgjendahópi á Instagram, eða rúmlega 900 þúsund fylgjendum. Algaba flutti til Barcelona á síðasta ári en hafði verið í vikufríi í Argentínu áður en hann hvarf. Óttaðist um líf sitt Ríkidæmi Algaba virðist þó hafa verið á sandi byggt. Hann hafði sankað að sér tæplega hálfrar milljónar króna skuld hjá skattinum í Argentínu eftir að greiðslur hættu að berast frá fyrirtæki hans „Motors Lettuce S.R.L.“ tæpu ári eftir að fyrirtækið var stofnað í janúar 2018. Algaba var með rúmlega 900 þúsund fylgjendur á Instagram og sýndi þar frá íburðarmiklum lífstíl sínum.Instagram Þann 1. október 2022 sendi Algaba skilaboð á vini sína til að segja frá því að hann hefði tapað miklum pening á rafmyntum og væri stórskuldugur. Í skilaboðunum sagði hann „Ef eitthvað kemur fyrir mig, er ég búinn að vara alla við.“ Rodolfo Algaba, bróðir Fernando, sagði í viðtali við fjölmiðla að bróðir sinn hefði verið óheppinn í viðskiptum en hann hefði ekki verið neinn fjársvikari. Hann greindi einnig frá því að Fernando hefði stofnað fyrirtæki sitt sautján ára eftir að hann fékk arf frá föður þeirra. Sögur af harki Algaba eru því líklega ýktar. Lenti upp á kant við ranga menn Samkvæmt argentínska fréttamiðlinum La Nación hafði Algaba lent upp á kant við einn af höfuðpaurum La Barra de Boca, gengi fótboltabulla sem tengist fótboltaliðinu Boca Juniors. Algaba á að hafa skuldað þeim rúma 40 þúsund Bandaríkjadali (um fimm milljónir íslenskra króna). Algaba hitti Gustavo Iglesias, einn af meðlimum Barra de Boca, á bar vegna skuldarinnar. Þar tók hann upp hljóðupptöku af Iglesias. Algaba leigði út lúxuskerrur í Miami og sagðist vera milljónamæringur. Í raun var hann stórskuldugur og lenti upp á kant við ranga menn.Instagram Í henni sagði Iglesias „Ég ætla ekki að drepa þig, ég ætla að gera eitthvað verra, ég ætla að fjarlægja úr þér augun og skera af þér hendurnar þannig þú getir aldrei nokkurn tímann aftur talið peninga. Ég sver á líf barna minn að ég er ekki hræddur við að fara í fangelsi.“ Lögreglan hefur handtekið einn einstakling í tengslum við málið. Það er konan Nicol Alma Chamorro sem lögreglan hafði upp á með því að rekja spor persónuskilríki sem fundust í töskunni. Skilríkin voru í eigu fjölskyldu sem sagðist hafa lánað Chamorro töskuna og gleymt skilríkjunum inni í henni. Chamorro er grunuð um að eiga þátt í morðinu á Algaba en lögreglan telur þó fleiri hafa verið viðriðna morðið. Hverjir það eru er þó enn óvitað. Þá er franski bolabíturinn Kupper sem var í eigu Algaba enn ófundinn.
Argentína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira