Sjáðu mörkin úr fræknum sigri KA á Dundalk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2023 11:56 Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson skoruðu mörk KA gegn Dundalk. vísir/hulda margrét KA er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dundalk frá Írlandi í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum í gær. KA hefur unnið alla þrjá leiki sína í Sambandsdeildinni í sumar og er komið með annan fótinn í 3. umferð forkeppninnar eftir sigurinn á Framvellinum í gær. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. KA náði forystunni á 28. mínútu þegar Bjarni Aðalsteinsson skoraði eftir frábæra sókn og sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar. Fjórum mínútum síðar jafnaði Daniel Kelly fyrir Dundalk. Næstu mínútur tilheyrði sviðið hins vegar Sveini Margeiri Haukssyni. Hann kom KA-mönnum aftur yfir eftir stungusendingu Daníels Hafsteinssonar á 37. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti hann öðru marki við. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, átti þá sendingu út í vítateiginn, Hallgrímur Mar lét boltann fara milli fóta sér og hann endaði hjá Sveini sem skoraði öðru sinni. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði góðum sigri. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ef KA nær í hagstæð úrslit á Írlandi á fimmtudaginn eftir viku mætir liðið væntanlega Club Brugge í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Club Brugge er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn gegn AGF. Sambandsdeild Evrópu KA Tengdar fréttir Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira
KA hefur unnið alla þrjá leiki sína í Sambandsdeildinni í sumar og er komið með annan fótinn í 3. umferð forkeppninnar eftir sigurinn á Framvellinum í gær. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. KA náði forystunni á 28. mínútu þegar Bjarni Aðalsteinsson skoraði eftir frábæra sókn og sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar. Fjórum mínútum síðar jafnaði Daniel Kelly fyrir Dundalk. Næstu mínútur tilheyrði sviðið hins vegar Sveini Margeiri Haukssyni. Hann kom KA-mönnum aftur yfir eftir stungusendingu Daníels Hafsteinssonar á 37. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti hann öðru marki við. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, átti þá sendingu út í vítateiginn, Hallgrímur Mar lét boltann fara milli fóta sér og hann endaði hjá Sveini sem skoraði öðru sinni. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði góðum sigri. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ef KA nær í hagstæð úrslit á Írlandi á fimmtudaginn eftir viku mætir liðið væntanlega Club Brugge í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Club Brugge er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn gegn AGF.
Sambandsdeild Evrópu KA Tengdar fréttir Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58
Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01