Reykholtshátíð í Reykholti um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2023 12:31 Mikill fjöldi fólks sækir alltaf Reykholtshátíð. Valgerður G. Halldórsdóttir Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun. Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar
Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira