Á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag verði austlæg átt, þrír til átta metrar á sekúndu. Skúrir verði víða á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Bjart með köflum í öðrum landshlutum en þar myndist skúrir um eða eftir hádegi. Þá muni draga úr úrkomu þegar líður á kvöldið.
Siðdegis verði hiti tíu til sautján stig, hlýjast norðan- og vestantil á landinu.
Veðurhorfur næstu daga:
Á mánudag, frídag verslunarmanna:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 5-10 með suðurströndinni. Skýjað með köflum og víða skúrir, sérílagi síðdegis. Samfelldari rigning á Suðausturlandi framan af degi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt. Bjart með köflum, en líkur á skúrum, einkum síðdegis. Yfirleitt þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 16 stig.
Á miðvikudag:
Breytileg átt 3-8, en norðvestan 8-13 á norðausturhorni landsins. Víða þurrt og bjart veður. Hiti 8 til 18 stig, svalast við norðurströndina, en hlýjast sunnan heiða.
Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin austlæg átt og rigning með köflum, en þurrt að kalla á norðanverðu landinu. Hiti víða 12 til 18 stig.
Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt. Dálítil rigning á víð og dreif en úrkomumeira á Austfjörðum. Hiti breytist lítið.