Heyjar og heldur kindur í garði sínum í Seljahverfinu í Breiðholti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 21:01 Ólafur R. Dýrmundsson heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti. einar árnason Næst hittum við síðasta bóndann í dalnum, eða svona hér um bil. Hann heldur kindur í garðinum sínum í Breiðholti og er síðasti bóndinn vestan Elliðaáa. Við fórum í heimsókn til kappans sem talar fyrir því að viðhalda örbúskap í þéttbýli. Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“ Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Ólíkt mörgum bændum er Ólafur R. Dýrmundsson, borgarbarn. Hann er 79 ára, ólst upp í Reykjavík og keypti sín fyrstu lömb einungis þrettán ára. Í dag heldur hann kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti. Þegar fréttastofu bar að garði voru kindurnar í afrétt þar sem þær bíta fram að hausti og nýtir Ólafur þá tímann til að rækta matjurtir og lífrænar kartöflur, já og heyja í borg óttans. „Það er voða ánægjulegt ef maður nær því svona, það er þurrt og gott og rosalega góð lykt af því. Hluti af þessu er að finna lyktina af heyinu,“ segir Ólafur og sýnir afraksturinn. Ólafur heyjar í garðinum sínum í Breiðholti. Stundum með orf og ljá.stöð 2 Átti að eyðileggja búskap í borg af ásettu ráði Ólafur er síðasti sauðfjárbóndinn í Reykjavík vestan Elliðaáa og talar fyrir því að fjárbúskapi sé haldið í borg enda tók hann virkan þátt í svokölluðu sauðfjárstríði sem hófst árið 1962 milli borgaryfirvalda og þeirra sem vildu halda kindur innan borgarmarkanna. „Það er eina stríðið sem ég hef tekið þátt í. Það var heilmikil barátta og átti að eyðileggja fjárbúskapinn hér af ásettu ráði. Ég fjalla töluvert um þetta í bók sem kemur út í haust.“ Kisa sem býr í hverfinu heimsækir Ólaf reglulega. Þeim er vel til vina. stöð 2 Hluti af okkar menningu Hann segir fjárbúskap í borg hluta af okkar menningu enda Reykjavík eina höfuðborgin í heiminum sem hefur fjárhúsahverfi og aðild að afrétti og lögskilarétti. „Þannig ég tel að við séum að viðhalda því þannig að við getum miðlað því til yngra fólks ef það vill halda áfram, en þá þurfum við líka að hafa aðstöðu til þess í borginni og ekki útrýma okkur.“ Nokkuð verra en að spila golf? Búskapurinn sé fyrst og fremst áhugamál. „Það má kannski segja að þetta sé ákveðinn lífsstíll, er það nokkuð verra en að leika golf eða eitthvað svoleiðis? Ég held ekki. Þegar ég er stundum að slá með orf og ljá, það kemur fyrir, þá segi ég stundum við konuna að nú sé eins og ég sé í golfi.“ Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til, á myndinni sést ull af forystusuaðnum Hring sem nýtt verður í prjónaskap.stöð 2 Nágrannarnir sýni skilning Hann segist alltaf hafa verið heppinn með nágranna sem sýni búskapnum skilning. Börnin í næsta húsi komi reglulega yfir að kíkja á kindurnar og halda á nýfæddum lömbum. Ólafur reynir að nýta allt sem fellur til og ætlar eiginkona hans til að mynda að reyna að prjóna úr ull af forystusauðnum Hring. „Þetta er ullin af honum, hún er svo mjúk. Ull af forystufé er mýkri og fínni en ull af öðru fé.“ Tilfinningatengsl Kindunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands og segist Ólafur yfirleitt taka kjötið heim, en ekki alltaf. „Það kemur fyrir hjá mér að ég vil ekki borða af fullorðnu kindunum.“ Hvað kemur þá til, eru það meiri tengsl? „Það eru tilfinningatengsl, það er eins og með gæludýr bara.“
Reykjavík Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira