Uppbygging íþróttaaðstöðu í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir skrifa 10. ágúst 2023 12:00 Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar. Ekki loftborið íþróttahús heldur varanleg lausn Meirihluti bæjarstjórnar hefur frá því að hann tók við stjórn bæjarins í lok maí 2022 stefnt einarðlega að því koma upp íþróttaaðstöðu sem er varanleg, hagkvæm og hentar öllum, í stað loftborna íþróttahússins sem fauk af grunni sínum í febrúar 2022. Það markmið útilokar í raun sjálfkrafa að nýju loftbornu íþróttahúsi verði komið upp, lausn sem að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir. Ljóst er að loftborið íþróttahús er ekki varanleg lausn, hún er dýrari en hefðbundnar lausnir til lengri tíma og hentar illa mörgum íþróttum auk þess sem hluti einstaklinga finnur til óþæginda í því vegna loftþrýstings og getur þess vegna ekki notað það. Gervigrasvöllur og íþróttahús leigt Ákveðið hefur verið að koma upp upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðinu inni í Dal en þar er framtíðaríþróttasvæði bæjarins skipulagt. Með því verður til góð aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun. Nú er aðeins einn löglegur gervigrasvöllur á öllu Suðurlandi og er ljóst að góður möguleiki er að leigja út tíma sem Hamar notar ekki á gervigrasvelli til annarra liða og þar með eru góðir tekjumöguleikar. Hönnun og framkvæmdir á gervigrasvellinum fer strax af stað og standa vonir til þess að hann geti verið kominn upp á næsta ári en nákvæmari tímasetningar um framkvæmdir munu verða gefnar út á næstu vikum. Til þess að mæta mikilli þörf fyrir aðstöðu fyrir inniíþróttir hefur jafnframt verið ákveðið að taka á leigu húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan veg. Lagt er upp með að húsnæðið sé um 700 fermetrar að stærð og verður lagt íþróttagólfi og verði leigt í 3-5 ár. Eftir þann tíma er vonast til þess að varanleg aðstaða til inniíþrótta verði komin upp. Þá er lagt upp með að bæta umferðaröryggi verulega í Vorsabæ vegna þessa. Unnið áfram að áætlun um uppbyggingu Hamarshallar Ákveðið hefur verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Tilboð sem bárust í alútboði, sem undirbúið var á síðasta ári, var öllum hafnað nú í apríl og ákveðið hefur verið halda ekki samkeppnisviðræðum við tilboðsgjafa áfram. Með því að fresta málinu og fara í þá uppbyggingu sem að framan er kynnt gefst meira svigrúm til að undirbúa málið vel og skoða alla mögulega kosti í ljósi fjárhagsstöðu. Í því samhengi má nefna að áhugi er á því að skoða samstarfsgrundvöll við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar í samhengi við uppbyggingu íþróttahótels eða stækkun íþróttahúss við Skólamörk. Bætt aðstaða í vetur Þá hefur jafnframt verið ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta þá íþróttaaðstöðu sem þegar er til staðar í bænum í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Má þar t.d. nefna að koma upp nýjum körfuboltaspjöldum í íþróttahúsinu og ryðja snjó á gervigrasvellinum á grunni Hamarshallarinnar þegar á þarf að halda. Mikilvægt er að stíga þessi skref til að aðstaðan verði þolanlegri þar til varanlegri aðstaða hefur verið sett upp. Komið að skuldadögum í skolphreinsimálum Innviðaskuldin í Hveragerði er mikil og því miður hefur uppbygging innviða ekki haldist í við mikla íbúafjölgun síðustu ár. Stærsta skuldin er í skolphreinsimálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá skolphreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skolphreinsistöðvarinnar. Þetta er þó ekki ný staða því í raun hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beint því til Hveragerðisbæjar allt frá árinu 2012 að bæta hreinsun fráveituvatns, en því miður var ekki nægileg áhersla lögð á að bæta fráveitumál hjá fyrrum meirihluta. Þessi staða skýrir m.a. ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar um skamman tíma á meðan komist er fyrir vind í skolphreinsimálum bæjarins. Með þessum aðgerðum verður íþróttaaðstaða í Hveragerði bætt með það að markmiði að byggja aðstöðu til framtíðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokks í meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar samþykkti á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2023 að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar og fara strax af stað með byggingu gervigrasvallar í fullri stærð og leigja húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan þjóðveg fyrir inniíþróttir. Ástæða þessa er að gífurleg þörf er á mikilli fjárfestingu í skolphreinsistöð bæjarins en Hveragerðisbær hefur því miður ekki sinnt uppbyggingu hennar í samræmi við íbúafjölgun. Einnig er nú mun erfiðara efnahagsumhverfi og verri lánskjör en fyrir rúmu ári síðan þegar ákveðið var að hefja uppbyggingu nýrrar Hamarshallar. Ekki loftborið íþróttahús heldur varanleg lausn Meirihluti bæjarstjórnar hefur frá því að hann tók við stjórn bæjarins í lok maí 2022 stefnt einarðlega að því koma upp íþróttaaðstöðu sem er varanleg, hagkvæm og hentar öllum, í stað loftborna íþróttahússins sem fauk af grunni sínum í febrúar 2022. Það markmið útilokar í raun sjálfkrafa að nýju loftbornu íþróttahúsi verði komið upp, lausn sem að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir. Ljóst er að loftborið íþróttahús er ekki varanleg lausn, hún er dýrari en hefðbundnar lausnir til lengri tíma og hentar illa mörgum íþróttum auk þess sem hluti einstaklinga finnur til óþæginda í því vegna loftþrýstings og getur þess vegna ekki notað það. Gervigrasvöllur og íþróttahús leigt Ákveðið hefur verið að koma upp upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð á íþróttasvæðinu inni í Dal en þar er framtíðaríþróttasvæði bæjarins skipulagt. Með því verður til góð aðstaða fyrir knattspyrnuiðkun. Nú er aðeins einn löglegur gervigrasvöllur á öllu Suðurlandi og er ljóst að góður möguleiki er að leigja út tíma sem Hamar notar ekki á gervigrasvelli til annarra liða og þar með eru góðir tekjumöguleikar. Hönnun og framkvæmdir á gervigrasvellinum fer strax af stað og standa vonir til þess að hann geti verið kominn upp á næsta ári en nákvæmari tímasetningar um framkvæmdir munu verða gefnar út á næstu vikum. Til þess að mæta mikilli þörf fyrir aðstöðu fyrir inniíþróttir hefur jafnframt verið ákveðið að taka á leigu húsnæði í Vorsabæ fyrir neðan veg. Lagt er upp með að húsnæðið sé um 700 fermetrar að stærð og verður lagt íþróttagólfi og verði leigt í 3-5 ár. Eftir þann tíma er vonast til þess að varanleg aðstaða til inniíþrótta verði komin upp. Þá er lagt upp með að bæta umferðaröryggi verulega í Vorsabæ vegna þessa. Unnið áfram að áætlun um uppbyggingu Hamarshallar Ákveðið hefur verið að fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Tilboð sem bárust í alútboði, sem undirbúið var á síðasta ári, var öllum hafnað nú í apríl og ákveðið hefur verið halda ekki samkeppnisviðræðum við tilboðsgjafa áfram. Með því að fresta málinu og fara í þá uppbyggingu sem að framan er kynnt gefst meira svigrúm til að undirbúa málið vel og skoða alla mögulega kosti í ljósi fjárhagsstöðu. Í því samhengi má nefna að áhugi er á því að skoða samstarfsgrundvöll við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar í samhengi við uppbyggingu íþróttahótels eða stækkun íþróttahúss við Skólamörk. Bætt aðstaða í vetur Þá hefur jafnframt verið ákveðið að ráðast í aðgerðir til að bæta þá íþróttaaðstöðu sem þegar er til staðar í bænum í samráði við Íþróttafélagið Hamar. Má þar t.d. nefna að koma upp nýjum körfuboltaspjöldum í íþróttahúsinu og ryðja snjó á gervigrasvellinum á grunni Hamarshallarinnar þegar á þarf að halda. Mikilvægt er að stíga þessi skref til að aðstaðan verði þolanlegri þar til varanlegri aðstaða hefur verið sett upp. Komið að skuldadögum í skolphreinsimálum Innviðaskuldin í Hveragerði er mikil og því miður hefur uppbygging innviða ekki haldist í við mikla íbúafjölgun síðustu ár. Stærsta skuldin er í skolphreinsimálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá skolphreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt er að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skolphreinsistöðvarinnar. Þetta er þó ekki ný staða því í raun hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands beint því til Hveragerðisbæjar allt frá árinu 2012 að bæta hreinsun fráveituvatns, en því miður var ekki nægileg áhersla lögð á að bæta fráveitumál hjá fyrrum meirihluta. Þessi staða skýrir m.a. ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar um að fresta uppbyggingu Hamarshallarinnar um skamman tíma á meðan komist er fyrir vind í skolphreinsimálum bæjarins. Með þessum aðgerðum verður íþróttaaðstaða í Hveragerði bætt með það að markmiði að byggja aðstöðu til framtíðar. Höfundar eru bæjarfulltrúar Okkar Hveragerði og Framsóknarflokks í meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðis.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun