„Ég hef oft litið á mig sem stóru systur allra“ Íris Hauksdóttir skrifar 12. ágúst 2023 20:01 Sólrún Klara Þórisdóttir, forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar. Vilhelm/Vísir Sólrún Klara Þórisdóttir forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar segir brýnt að tryggja hinsegin ungmennum öruggt umhverfi. Árið 2015 gerðu Samtökin ‘78 og Tjörnin - frístundamiðstöð, þá Kampur, með sér þjónustusamning. Tjörnin rekur félagsmiðstöð og nýtir til þess faglega þekkingu ásamt reynslu með að vinna með börnum á meðan Samtökin ‘78 bera ábyrgð á sjálfboðaliðum og hinseginmálum. Hrefna Þórarinsdóttir hefur starfað sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar frá stofnun en er sem stendur í fæðingarorlofi. Sólrún Klara gegnir því stöðu hennar sem stendur. Hún segir félagsmiðstöðina mikilvægan vettvang fyrir ungmenni að spegla sig við aðra unglinga sem eru í sambærilegum hugleiðingum eða að upplifa svipaða hluti í lífinu. „Hinsegin börn og ungmenni hafa því miður of mörg upplifað aðkast og fordóma í tengslum við hinseginleika sinn og því er svo afar mikilvægt að við veitum þeim öruggt umhverfi og séum til staðar fyrir þau. Við erum í miklu samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar, bæði í borginni sem og um allt land, skóla, foreldra og aðstandendur. Hinsegin starf hefur verið að styrkjast í öðrum sveitarfélögum og það er mikilvægt að halda áfram að efla það mikilvæga starf og sjá til þess að öll sveitarfélög tryggi ungu hinsegin fólki öruggt umhverfi.“ Sólrún segist finna fyrir gríðarlegri aukningu í heimsóknum ungmenna í félagsmiðstöðina á milli ára. Vilhelm/Vísir Mikil aukning milli ára Frá opnun félagsmiðstöðvarinnar hefur ásóknin einungis aukist. Árið 2021 var meðaltalsmæting á hverja opnun sem taldi 111 ungmenni, í heildina voru 3100 heimsóknir í félagsmiðstöðina en það var 11% aukning frá árinu áður. Það eru fleiri og fleiri ungmenni sem finna öryggið í að mæta á opnanirnar hjá Hinsegin félagsmiðstöðinni en í mars 2023 var meðalfjöldi heimsókna per opnun 126. Sólrún segir að eins og staðan sé í dag hafi félagsmiðstöðin einungis fjármagn á að halda úti einni opnun á viku, öll þriðjudagskvöld frá kl. 19:30 til 21:45. „Það væri draumur að geta bætt við opnunum og fá meiri stöðugleika í starfsemina fyrir ungmennin en til þess þarf meira fjármagn.“ Fjölbreyttur hópur fastagesta Veturinn 2022-2023 var sett á lagnirnar tilraunaverkefni að halda úti opnun einu sinni í viku fyrir 10-12 ára. „Það gekk mjög vel, aðsóknin var góð en um 20-30 ungmenni mættu á hverja opnun sem sýnir að það er þörf fyrir þessum stuðningi. Það er óskandi að geta haldið því áfram þar sem við vorum komin með fastagesti og fjölbreyttan hóp sem fann fyrir miklu öryggi að geta mætt og fengið stuðning. Það er þó tvísýnt hvort hægt sé að halda því starfi áfram vegna skorts á fjármagni og það er erfitt að hugsa til þess að þessi ungmenni þurfi að bíða í nokkur ár eftir að geta mætt á opnun fyrir næsta aldursbil.“ Sólrún segir að meðaltali sex til átta starfsmenn sinni sjálfboðastarfi fyrir félagsmiðstöðina. Vilhelm/Vísir Fjármagn fyrir einn starfsmann í fullu starfi „Markmið starfseminnar er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin barna, unglinga og ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin börnum í skóla og frístundastarfi. Eins og staðan er núna hefur Hinsegin félagsmiðstöðin einungis fjármagn fyrir einu 100% starfsfólki og tveimur hlutastarfsfólki en að meðaltali eru sex til átta sjálfboðaliðar sem manna vaktirnar til að geta tekið á móti þeim fjölda ungmenna sem mæta í hverri viku.“ Fólk á öllum aldri verður fyrir aðkasti Hvernig blasir umræðan um stöðu hinsegin fólks við þér? „Á sama tíma og viðurkenning hinsegin fólks, umræðan og athyglin er orðin meiri þá fylgir því oft einhvers konar fáfræði og lítillækkun hjá vissum hópi fólks sem telur að baráttan sé ekki lengur þörf og að öll séu orðin jöfn. Að það þurfi ekki að berjast fyrir neinu lengur, hvað þá á Íslandi. Það er bara ekki rétt. Fólk á öllum aldri verður ennþá fyrir aðkasti og fordómum, hvort sem það er úti á götu, á vinnumarkaði, í skóla eða jafnvel heima hjá sér. Það er nóg eftir af baráttunni og við erum öll ennþá að læra og betrumbæta okkur.“ Með óbilandi áhuga á að vinna með börnum og unglingum Spurð hvað það hafi verið sem dró Sólrúnu að starfinu segir hún það fyrst og fremst spretta frá áhuga sínum að starfa með börnum og unglingum. „Þegar ég fékk að kynnast félagsmiðstöðvastarfi á mínum unglingsárum í Hagaskóla spratt upp mikill áhugi á því að vinna með börnum og unglingum í framtíðinni. Sumarið 2016, þá 19 ára, byrjaði ég að vinna sem frístundaleiðbeinandi í Selinu, frístundaheimili Melaskóla. Ég vann þar í sex ár ásamt því að vinna sem stuðningsfulltrúi í Melaskóla um tíma. Sumarið 2019 færði ég mig yfir í félagsmiðstöðina Frosta þar sem eru krakkar á eldra stigi grunnskóla og hef unnið þar í að verða fjögur ár. Mér var boðið að taka við sem aðstoðarforstöðukona Frosta sumarið 2022 og eftir næstum ár í því starfi fékk ég það frábæra boð að leysa Hrefnu af sem forstöðukona í Hinsegin félagsmiðstöðinni. Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi skólaári og ætla að gera mitt allra besta til að halda þessari mikilvægu starfsemi gangandi.“ Ekkert meira gefandi Spurð hvernig hún lýsir starfi sínu segir Sólrún það fyrst og fremst snúast um að skapa gott umhverfi fyrir börnin og sömuleiðis starfsfólkið. „Hlutverk mitt með börnunum er að vera til staðar og taka öllum alveg eins og þau eru, kynnast þeim, gefa þeim ráð og vera vinur. Ég hef oft litið á mig sem stóru systur allra. Mér finnst ótrúlega gaman að taka þátt í öllu því sem börnin gera á opnunum. Ég verð sjálf stundum unglingur í mér og finnst ótrúlega gaman að fara í leiki, spila, spjalla og hvað sem annað er. Annars fylgir starfinu að vera reiðubúin öllu. Þetta er svo ótrúlega fjölbreytt starf að engin vika er eins. Maður er alltaf á tánum en það er akkúrat það sem ég dýrka við þetta starf. Ég get ekki ímyndað mér neitt meira gefandi en að vera til staðar fyrir þessi börn og á sama tíma og þau eru að læra um lífið í gegnum þessi mótandi ár að þá læri ég sjálf fullt í leiðinni.“ Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Árið 2015 gerðu Samtökin ‘78 og Tjörnin - frístundamiðstöð, þá Kampur, með sér þjónustusamning. Tjörnin rekur félagsmiðstöð og nýtir til þess faglega þekkingu ásamt reynslu með að vinna með börnum á meðan Samtökin ‘78 bera ábyrgð á sjálfboðaliðum og hinseginmálum. Hrefna Þórarinsdóttir hefur starfað sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar frá stofnun en er sem stendur í fæðingarorlofi. Sólrún Klara gegnir því stöðu hennar sem stendur. Hún segir félagsmiðstöðina mikilvægan vettvang fyrir ungmenni að spegla sig við aðra unglinga sem eru í sambærilegum hugleiðingum eða að upplifa svipaða hluti í lífinu. „Hinsegin börn og ungmenni hafa því miður of mörg upplifað aðkast og fordóma í tengslum við hinseginleika sinn og því er svo afar mikilvægt að við veitum þeim öruggt umhverfi og séum til staðar fyrir þau. Við erum í miklu samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar, bæði í borginni sem og um allt land, skóla, foreldra og aðstandendur. Hinsegin starf hefur verið að styrkjast í öðrum sveitarfélögum og það er mikilvægt að halda áfram að efla það mikilvæga starf og sjá til þess að öll sveitarfélög tryggi ungu hinsegin fólki öruggt umhverfi.“ Sólrún segist finna fyrir gríðarlegri aukningu í heimsóknum ungmenna í félagsmiðstöðina á milli ára. Vilhelm/Vísir Mikil aukning milli ára Frá opnun félagsmiðstöðvarinnar hefur ásóknin einungis aukist. Árið 2021 var meðaltalsmæting á hverja opnun sem taldi 111 ungmenni, í heildina voru 3100 heimsóknir í félagsmiðstöðina en það var 11% aukning frá árinu áður. Það eru fleiri og fleiri ungmenni sem finna öryggið í að mæta á opnanirnar hjá Hinsegin félagsmiðstöðinni en í mars 2023 var meðalfjöldi heimsókna per opnun 126. Sólrún segir að eins og staðan sé í dag hafi félagsmiðstöðin einungis fjármagn á að halda úti einni opnun á viku, öll þriðjudagskvöld frá kl. 19:30 til 21:45. „Það væri draumur að geta bætt við opnunum og fá meiri stöðugleika í starfsemina fyrir ungmennin en til þess þarf meira fjármagn.“ Fjölbreyttur hópur fastagesta Veturinn 2022-2023 var sett á lagnirnar tilraunaverkefni að halda úti opnun einu sinni í viku fyrir 10-12 ára. „Það gekk mjög vel, aðsóknin var góð en um 20-30 ungmenni mættu á hverja opnun sem sýnir að það er þörf fyrir þessum stuðningi. Það er óskandi að geta haldið því áfram þar sem við vorum komin með fastagesti og fjölbreyttan hóp sem fann fyrir miklu öryggi að geta mætt og fengið stuðning. Það er þó tvísýnt hvort hægt sé að halda því starfi áfram vegna skorts á fjármagni og það er erfitt að hugsa til þess að þessi ungmenni þurfi að bíða í nokkur ár eftir að geta mætt á opnun fyrir næsta aldursbil.“ Sólrún segir að meðaltali sex til átta starfsmenn sinni sjálfboðastarfi fyrir félagsmiðstöðina. Vilhelm/Vísir Fjármagn fyrir einn starfsmann í fullu starfi „Markmið starfseminnar er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin barna, unglinga og ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin börnum í skóla og frístundastarfi. Eins og staðan er núna hefur Hinsegin félagsmiðstöðin einungis fjármagn fyrir einu 100% starfsfólki og tveimur hlutastarfsfólki en að meðaltali eru sex til átta sjálfboðaliðar sem manna vaktirnar til að geta tekið á móti þeim fjölda ungmenna sem mæta í hverri viku.“ Fólk á öllum aldri verður fyrir aðkasti Hvernig blasir umræðan um stöðu hinsegin fólks við þér? „Á sama tíma og viðurkenning hinsegin fólks, umræðan og athyglin er orðin meiri þá fylgir því oft einhvers konar fáfræði og lítillækkun hjá vissum hópi fólks sem telur að baráttan sé ekki lengur þörf og að öll séu orðin jöfn. Að það þurfi ekki að berjast fyrir neinu lengur, hvað þá á Íslandi. Það er bara ekki rétt. Fólk á öllum aldri verður ennþá fyrir aðkasti og fordómum, hvort sem það er úti á götu, á vinnumarkaði, í skóla eða jafnvel heima hjá sér. Það er nóg eftir af baráttunni og við erum öll ennþá að læra og betrumbæta okkur.“ Með óbilandi áhuga á að vinna með börnum og unglingum Spurð hvað það hafi verið sem dró Sólrúnu að starfinu segir hún það fyrst og fremst spretta frá áhuga sínum að starfa með börnum og unglingum. „Þegar ég fékk að kynnast félagsmiðstöðvastarfi á mínum unglingsárum í Hagaskóla spratt upp mikill áhugi á því að vinna með börnum og unglingum í framtíðinni. Sumarið 2016, þá 19 ára, byrjaði ég að vinna sem frístundaleiðbeinandi í Selinu, frístundaheimili Melaskóla. Ég vann þar í sex ár ásamt því að vinna sem stuðningsfulltrúi í Melaskóla um tíma. Sumarið 2019 færði ég mig yfir í félagsmiðstöðina Frosta þar sem eru krakkar á eldra stigi grunnskóla og hef unnið þar í að verða fjögur ár. Mér var boðið að taka við sem aðstoðarforstöðukona Frosta sumarið 2022 og eftir næstum ár í því starfi fékk ég það frábæra boð að leysa Hrefnu af sem forstöðukona í Hinsegin félagsmiðstöðinni. Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi skólaári og ætla að gera mitt allra besta til að halda þessari mikilvægu starfsemi gangandi.“ Ekkert meira gefandi Spurð hvernig hún lýsir starfi sínu segir Sólrún það fyrst og fremst snúast um að skapa gott umhverfi fyrir börnin og sömuleiðis starfsfólkið. „Hlutverk mitt með börnunum er að vera til staðar og taka öllum alveg eins og þau eru, kynnast þeim, gefa þeim ráð og vera vinur. Ég hef oft litið á mig sem stóru systur allra. Mér finnst ótrúlega gaman að taka þátt í öllu því sem börnin gera á opnunum. Ég verð sjálf stundum unglingur í mér og finnst ótrúlega gaman að fara í leiki, spila, spjalla og hvað sem annað er. Annars fylgir starfinu að vera reiðubúin öllu. Þetta er svo ótrúlega fjölbreytt starf að engin vika er eins. Maður er alltaf á tánum en það er akkúrat það sem ég dýrka við þetta starf. Ég get ekki ímyndað mér neitt meira gefandi en að vera til staðar fyrir þessi börn og á sama tíma og þau eru að læra um lífið í gegnum þessi mótandi ár að þá læri ég sjálf fullt í leiðinni.“
Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira