Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. ágúst 2023 20:07 Herbergið hjá Alex Óla er fullt af bikurum og verðlaunapeningum, sem hann hefur fengið í samkvæmisdönsum með Ísabellu Birtu. Alex Óli hefur vakið mikla athygli eftir að hann sigraði í söngvakeppni barna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi. Hér erum við að tala um Alex Óla Jónsson, sem kom sá og sigraði í söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi í flokknum níu til þrettán ára. Hann söng lagið „Lítil drengur“ og sló algjörlega í gegn með fallegum og einlægum flutningi. „Ég fæddist með svo flotta rödd. Ég byrjaði að syngja þegar ég var eitthvað lítill og ég söng líka í brúðkaupinu hjá mömmu minni og pabba, þar söng ég „Maístjörnuna“, segir Alex Óli. Og brekkan söng með þér og klappaði í Vestmannaeyjum? „Já, ég vildi að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum, þetta var geðveikt.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla bara að vera frægur söngvari, heimsfrægur og mjög góður dansari,“ segir Alex Óli brosandi. Það er ekki nóg með að Alex Óli sé góður að syngja því hann er líka að læra samkvæmisdans og hefur unnið til fjölda verðlauna í dansinum með dansfélaga sínum, sem heitir Ísabella Birta Unnarsdóttir og er líka níu ára. „Við erum búin að keppa á rosalega mörgum mótum og alveg fullt í útlöndum,“ segir Alex Óli. Foreldrar Alex Óla og litli bróðir hans, Erik Óli, sjö ára eru að rifna úr stolti af söngvaranum og dansaranum á heimilinu. Hvernig leið ykkur í Eyjum þegar hann var að syngja? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður var með tárin í augunum og ótrúlega stolt bara,“ segir Þórunn Anna Ólafsdóttir. „Hann vaknar syngjandi og sofnar syngjandi og svo er hann að dansa, hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ segir Jón Rúnar Gíslason. Og Alex Óli tekur stundum lagið með pabba sínum, sem spilar þá á gítar og þá er stundum sungið á ensku. Kópavogur Þjóðhátíð í Eyjum Dans Krakkar Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Hér erum við að tala um Alex Óla Jónsson, sem kom sá og sigraði í söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um síðustu helgi í flokknum níu til þrettán ára. Hann söng lagið „Lítil drengur“ og sló algjörlega í gegn með fallegum og einlægum flutningi. „Ég fæddist með svo flotta rödd. Ég byrjaði að syngja þegar ég var eitthvað lítill og ég söng líka í brúðkaupinu hjá mömmu minni og pabba, þar söng ég „Maístjörnuna“, segir Alex Óli. Og brekkan söng með þér og klappaði í Vestmannaeyjum? „Já, ég vildi að ég gæti gert þetta alveg hundrað milljón sinnum, þetta var geðveikt.“ Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla bara að vera frægur söngvari, heimsfrægur og mjög góður dansari,“ segir Alex Óli brosandi. Það er ekki nóg með að Alex Óli sé góður að syngja því hann er líka að læra samkvæmisdans og hefur unnið til fjölda verðlauna í dansinum með dansfélaga sínum, sem heitir Ísabella Birta Unnarsdóttir og er líka níu ára. „Við erum búin að keppa á rosalega mörgum mótum og alveg fullt í útlöndum,“ segir Alex Óli. Foreldrar Alex Óla og litli bróðir hans, Erik Óli, sjö ára eru að rifna úr stolti af söngvaranum og dansaranum á heimilinu. Hvernig leið ykkur í Eyjum þegar hann var að syngja? „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því, maður var með tárin í augunum og ótrúlega stolt bara,“ segir Þórunn Anna Ólafsdóttir. „Hann vaknar syngjandi og sofnar syngjandi og svo er hann að dansa, hann er ótrúlega hæfileikaríkur,“ segir Jón Rúnar Gíslason. Og Alex Óli tekur stundum lagið með pabba sínum, sem spilar þá á gítar og þá er stundum sungið á ensku.
Kópavogur Þjóðhátíð í Eyjum Dans Krakkar Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira