Ragnhildur spilaði mjög jafnt mót um helgina, fór hringana á 70, 70, 71 og 72 höggum í dag og endaði á einu höggi undir pari. Andrea Björg Bergsdóttir átti sinn langbesta hring í dag, spilaði á 68 höggum eða þremur undir pari og skaust þannig upp í 2. sætið við hlið Perlu Sólar Sigurbrandsdóttur og Huldu Klöru Gestsdóttur.
Ragnhildur Kristinsdóttir varði forskotið og landaði Íslandsmeistaratitlinum

Ragnhildur Kristinsdóttir úr golfklúbbi Reykjavíkur er Íslandsmeistari kvenna í golfi 2023. Hún landaði titlinum í dag eftir harða samkeppni við næstu þrjá kylfinga.