Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 07:18 Javier Milei er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. AP Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð. Argentína Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Argentína Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira