Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 13:07 Ekki er hægt að segja að enski bærinn Hastings minni of mikið á íslenskt sjávarþorp. Getty/Raimund Koch Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian. Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira